Erlent

3 til 8 ár í kjarnorkuvopn

Guðjón Helgason skrifar

Að öllu óbreyttu verða Íranar búnir að framleiða sín fyrstu kjarnorkuvopn inna þriggja til átta ára. Þetta fullyrti Mohamed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, á alþjóðaráðstefnu um kjarnorkuvá sem hófst í Lúxembúrg í morgun. El Baradei sagði það forgangsverkefni sín að koma í veg fyrir að stjórnvöld í Teheran gætu framleitt auðgað úran í stórum stíl og liðka fyrir samningaviðræðum Írana og vesturveldanna í kjarnorkudeilunni.

Ráðamenn í Teheran hafa vísað á bug ásökunum vesturveldanna um að þeir ásælist kjarnorkuvopn - kjarnorku ætli þeir að nota til raforkuframleiðslu. Ahmadinejad Íransforseti sagði í morgun á fundi að endanlegu takmari Írana í þessu máli yrði senn náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×