Erlent

Brown eykur fylgi Verkamannaflokksins í Bretlandi

Mjög hefur dregið saman með Verkamannaflokknum breska og Íhaldsflokknum eftir að tilkynnt var að Gordon Brown myndi taka við embætti formanns flokksins. Aðeins munar nú um tveimur prósentustigum í könnunum en áður hafði munað allt að 12 prósentum á þeim.

Þrátt fyrir það virðast kjósendur ekki æstir í að fá Brown strax í forsætisráðherrastólinn en rúmlega helmingur þeirra vill að Blair sitji út júnímánuð áður en Brown tekur við. Breska blaðið the Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×