Erlent

32 látnir eftir námuslys í Síberíu

32 hafa nú fundist látnir eftir gassprengingu sem varð í námu í Síberíu í morgun. Sex manns er enn saknað en tekist hefur að bjarga 179 manns. Sprengingin varð þegar 217 manns voru að störfum í námunni. Slys í námum í Rússlandi eru algeng en námuverkamenn þar í landi fá borgað eftir framleiðni. Þeir slökkva því oft á öryggisbúnaði sem varar við gasmagni til þess að geta unnið meira úr námunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×