Erlent

Merkel segir óvíst um endurnýjun Kyoto samkomulagsins

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins, sagði í morgun að óvíst væri hvort að leiðtogafundur G8 ríkjanna myndi leggja línurnar fyrir endurnýjun Kyoto samkomulagsins um loftslagsbreytingar. Hún tók þó fram að samkomulag um Doha viðræðurnar væri enn mögulegt.

Merkel tekur á móti G8 leiðtogunum aðra helgina í júní. Á fundarskrá verða loftslagsbreytingar, alþjóðleg samvinna á efnahagssviði og hvernig hægt er að auka hagvöxt í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×