Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. maí 2007 14:33 Pakistanskir friðargæsluliðar í Kongó. Ekki eru sömu friðargæsluliðarnir nú og árið 2005. MYND/AFP Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað. Erlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005. Rannsóknarhóp á vegum SÞ var ætlað að afla gagna um málið. Honum var hótað og hann hindraður í að vinna að málinu og hrökklaðist að lokum í burtu. Skýrsla hópsins um málið var þögguð niður innan samtakanna til að forðast pólitískt hneyksli. Atburðirnir áttu sér stað í og við námubæinn Mongbwalu í norðausturhluta landsins. Pakistanski armur friðargæsluliða SÞ sá um að koma friði á en hörð átök höfðu átt sér stað milli Lendu og Hema ættbálkanna. Eftir því sem vopnakaupin þróuðust kynntu pakistönsku friðargæsluliðarnir hermenn úr kongóska hernum fyrir skiptunum og kölluðu til indverska kaupmenn frá Kenýa. Það var Richard Ndilu yfirmaður útlendingaeftirlitsins við Mongbwalu flugvöll sem fylltist grunsemdum seint á árinu 2005. Indverskur viðskiptamaður hafi komið til að dvelja í búðum pakistönsku friðargæsluliðanna. Kongóski herinn aftraði lögreglustjóra svæðisins að skoða farm flugvélar sem grunur lék á að tengdist skiptunum. Enn hefur rannsókn ekki átt sér stað og SÞ í New York neita að útskýra hvað gerðist. Yfirvöld í Pakistan segja að þau hafi fyrst fengið pata af málinu fyrir örfáum dögum, en það verði skoðað.
Erlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira