Innlendar Jakob Jóhann bætti Íslandsmet sitt Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi bætti í morgun eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Jakob synti greinina á 1:01,32 en gamla metið var 1:02,27 og var það frá 2006. Sport 26.7.2009 11:06 Helga Margrét þurfti að hætta keppni Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur neyðst til að hætta keppni á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri. Helga meiddist í langstökkskeppninni í sjöþraut. Sport 26.7.2009 10:00 Helga Margrét efst í Serbíu Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur 115 stiga forystu í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Serbíu. Hún hefur hlotið 3.551 stig eftir fjórar greinar. Sport 25.7.2009 18:54 Þetta verður golfsýning Við stefnum á að halda flottasta Íslandsmót sem haldið hefur verið. Það er því mikil spenna í loftinu,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í höggleik sem hefst í dag. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli og fyrstu kylfingarnir verða ræstir út kl. 8 í dag en leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki svo krýndir á sunnudag. Golf 22.7.2009 21:55 Örvar og Eygló unnu Berserkinn 2009 Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur“ þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi. Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki. Golf 22.7.2009 21:10 Nýtt Íslandsmet í Viðeyjarsundi Heimir Örn Sveinsson þreytti í gær Viðeyjarsund en sundleiðin er frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund. Sport 21.7.2009 09:11 Met hjá Þorbergi í Laugavegshlaupinu Þorbergur Ingi Jónsson, 26 ára ÍR-ingur, setti nýtt met í Laugavegshlaupinu sem fór fram í gær á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þorbergur kom í mark á tímanum 4 klukkustundir og 20 mínútur en gamla metið átti Bandaríkjamaðurinn Charles Hubbard og var það 4 klukkustundir og 39 mínútur. Sport 19.7.2009 12:11 Ólafur Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri FRÍ Ólafur Sveinn Jóhannesson. þrítugur Tálknfirðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband Íslands og tekur hann við stöðu Egils Eiðssonar. Ólafur Sveinn er þrítugur og menntaður rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. Sport 17.7.2009 12:24 FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn. Íslenski boltinn 15.7.2009 20:02 Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs. Íslenski boltinn 13.7.2009 15:57 ÍR hlaut flest stig á Meistaramótinu ÍR hlaut flest stig allra liða i stigakeppni Meistaramóts Íslands sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. ÍR skaust framhjá FH með góðum árangri í síðustu greinum. Sport 5.7.2009 15:36 Kristján Einar varð í fimmta sæti á Spa Ökuþórinn Kristján Einar Kristjánsson hafnaði í fimmta sæti í Formúlu 3 móti sem fram fór á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Sport 28.6.2009 15:11 Thelma gerði það gott á EM í kraftlyftingum Breiðabliksstúlkan Thelma Ólafsdóttir stóð sig með miklum sóma á Evrópumeistaramóti unglingsstúlkna í kraftlyftingum. Sport 16.6.2009 15:51 Helga Margrét setti glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann sjöþraut í flokki 18-19 ára á Norðurlandameistaramóti unglinga á Kópavogsvelli í dag og setti um leið glæsilegt Íslandsmet. Sport 14.6.2009 15:22 Helga Margrét með forystu í sjöþrautinni - Stefnir í Íslandsmet Seinni keppnisdagur á Norðurlandameistaramóti unglinga hefst á Kópavogsvelli kl. 10 í dag en eftir fyrri daginn í gær hefur íslensku keppendunum vegnað misvel. Sport 13.6.2009 23:13 Getraunaleikur Tals og Vísis Tal og Vísir bjóða upp á skemmtilegan getraunaleik í sumar þar sem möguleiki er að vinna til veglegra vinninga. Sport 11.6.2009 12:57 Ásdís nokkuð frá sínu besta Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í sjötta sæti á alþjóðlegu móti sem fram fór í Prag. Ásdís kastaði 57,30 metra. Sport 10.6.2009 12:49 Guðmundur vann gull í borðtennis Guðmundur Stephensen vann gull á Smáþjóðaleikunum í morgun þegar hann sigraði í borðtenniskeppni leikanna. Sport 6.6.2009 11:46 Guðmundur í undanúrslitin Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen er kominn í undanúrslit á Smáþjóðaleikunum í Kýpur. Þar mætir hann heimamanni eftir að hafa lagt Peter Frommelt frá Liechtenstein í 8-liða úrslitunum. Sport 5.6.2009 17:19 Tvö Íslandsmet og fjögur leikjamet hjá sundfólkinu Íslenska sundfólkið var aftur í miklu stuði á Smáþjóðaleikunum í dag þar sem tvö Íslandsmet og fjögur leikjamet voru sett. Sport 4.6.2009 21:42 Guðmundur og Magnús með enn ein gullverðlaun fyrir Ísland - nú orðin nítján talsins Guðmundur E. Stephensen og Magnús K. Magnússon hirtu gullið í tvíliðaleik í borðtennis á Smáþjóðarleikunum í dag. Sport 4.6.2009 16:17 Góður dagur hjá íslenska sundfólkinu Íslenska sundfólkið stóð sig með glæsibrag á Smáþjóðaleikunum í dag og var afraksturinn fjögur gullverðlaun, sex silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun. Þá voru þrjú leikjamet og eitt Íslandsmet sett og þar að auki mikið um persónuleg met hjá sundfólkinu okkar. Sport 3.6.2009 21:07 Ragnheiður Ragnarsdóttir með gullverðlaun - nálægt íslandsmeti Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir vann enn ein gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum en hún setti einnig mótsmet á leikunum, í tvígang. Sport 2.6.2009 17:58 Bergur Ingi með fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH skilaði fyrstu gullverðlaunum Íslands í hús á Smáþjóðaleikunum sem nú fara fram á Kýpur. Sport 2.6.2009 17:34 Getraunaleik Vísis lokið Um helgina lauk Getraunaleik Vísis þar sem tippað var á rétt úrslit í ensku úrvalsdeildinni. Sport 28.5.2009 17:44 20 manna frjálsíþróttahópur á Smáþjóðaleikana Stjórn FRÍ samþykkti í gær val Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ fyrir Smáþjóðaleikana á Kýpur semn hefjast í byrjun júní. Tuttugu keppendur skipa landsliðið, níu konur og ellefu karlar. Sport 20.5.2009 15:10 ÍR ætlar að eignast þrjá Ólympíufara á 100 ára afmælinu Frjálsíþróttadeild Íþróttafélags Reykjavíkur hefur sett af stað metnaðarfullt afreksprógram þar sem markmiðið er að þrír frjálsíþróttamenn úr röðum ÍR skipi Ólympíulið Íslands í London árið 2012 en það ár eru 100 ár liðin síðan ÍR átti fyrst keppanda á Ólympíuleikum í frjálsíþróttum. Sport 20.5.2009 10:29 Ásdís bætti Íslandsmetið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti eigið Íslandsmet á JJ-móti Ármanns sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sport 16.5.2009 17:56 Erla Dögg og Árni Már bættu bæði Íslandsmet í kvöld Sundparið Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason bættu bæði Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Sparisjóðsmóti ÍRB í kvöld. Sport 15.5.2009 19:55 Badminton-landsliðið vann Portúgal á HM í Kína Íslenska badminton-landsliðið byrjaði vel á heimsmeistaramóti landsliða í Kína og vann 3-2 sigur á Portúgal. Magnús Ingi Helgason (einliðaleik), Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson (tvíliðaleik) og Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir (tvenndarleik) unnu leikina fyrir Ísland. Sport 11.5.2009 21:03 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 75 ›
Jakob Jóhann bætti Íslandsmet sitt Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi bætti í morgun eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Jakob synti greinina á 1:01,32 en gamla metið var 1:02,27 og var það frá 2006. Sport 26.7.2009 11:06
Helga Margrét þurfti að hætta keppni Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur neyðst til að hætta keppni á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri. Helga meiddist í langstökkskeppninni í sjöþraut. Sport 26.7.2009 10:00
Helga Margrét efst í Serbíu Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur 115 stiga forystu í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Serbíu. Hún hefur hlotið 3.551 stig eftir fjórar greinar. Sport 25.7.2009 18:54
Þetta verður golfsýning Við stefnum á að halda flottasta Íslandsmót sem haldið hefur verið. Það er því mikil spenna í loftinu,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í höggleik sem hefst í dag. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli og fyrstu kylfingarnir verða ræstir út kl. 8 í dag en leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki svo krýndir á sunnudag. Golf 22.7.2009 21:55
Örvar og Eygló unnu Berserkinn 2009 Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur“ þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi. Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki. Golf 22.7.2009 21:10
Nýtt Íslandsmet í Viðeyjarsundi Heimir Örn Sveinsson þreytti í gær Viðeyjarsund en sundleiðin er frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund. Sport 21.7.2009 09:11
Met hjá Þorbergi í Laugavegshlaupinu Þorbergur Ingi Jónsson, 26 ára ÍR-ingur, setti nýtt met í Laugavegshlaupinu sem fór fram í gær á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þorbergur kom í mark á tímanum 4 klukkustundir og 20 mínútur en gamla metið átti Bandaríkjamaðurinn Charles Hubbard og var það 4 klukkustundir og 39 mínútur. Sport 19.7.2009 12:11
Ólafur Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri FRÍ Ólafur Sveinn Jóhannesson. þrítugur Tálknfirðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband Íslands og tekur hann við stöðu Egils Eiðssonar. Ólafur Sveinn er þrítugur og menntaður rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. Sport 17.7.2009 12:24
FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn. Íslenski boltinn 15.7.2009 20:02
Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs. Íslenski boltinn 13.7.2009 15:57
ÍR hlaut flest stig á Meistaramótinu ÍR hlaut flest stig allra liða i stigakeppni Meistaramóts Íslands sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. ÍR skaust framhjá FH með góðum árangri í síðustu greinum. Sport 5.7.2009 15:36
Kristján Einar varð í fimmta sæti á Spa Ökuþórinn Kristján Einar Kristjánsson hafnaði í fimmta sæti í Formúlu 3 móti sem fram fór á Spa-brautinni í Belgíu í dag. Sport 28.6.2009 15:11
Thelma gerði það gott á EM í kraftlyftingum Breiðabliksstúlkan Thelma Ólafsdóttir stóð sig með miklum sóma á Evrópumeistaramóti unglingsstúlkna í kraftlyftingum. Sport 16.6.2009 15:51
Helga Margrét setti glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann sjöþraut í flokki 18-19 ára á Norðurlandameistaramóti unglinga á Kópavogsvelli í dag og setti um leið glæsilegt Íslandsmet. Sport 14.6.2009 15:22
Helga Margrét með forystu í sjöþrautinni - Stefnir í Íslandsmet Seinni keppnisdagur á Norðurlandameistaramóti unglinga hefst á Kópavogsvelli kl. 10 í dag en eftir fyrri daginn í gær hefur íslensku keppendunum vegnað misvel. Sport 13.6.2009 23:13
Getraunaleikur Tals og Vísis Tal og Vísir bjóða upp á skemmtilegan getraunaleik í sumar þar sem möguleiki er að vinna til veglegra vinninga. Sport 11.6.2009 12:57
Ásdís nokkuð frá sínu besta Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í sjötta sæti á alþjóðlegu móti sem fram fór í Prag. Ásdís kastaði 57,30 metra. Sport 10.6.2009 12:49
Guðmundur vann gull í borðtennis Guðmundur Stephensen vann gull á Smáþjóðaleikunum í morgun þegar hann sigraði í borðtenniskeppni leikanna. Sport 6.6.2009 11:46
Guðmundur í undanúrslitin Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen er kominn í undanúrslit á Smáþjóðaleikunum í Kýpur. Þar mætir hann heimamanni eftir að hafa lagt Peter Frommelt frá Liechtenstein í 8-liða úrslitunum. Sport 5.6.2009 17:19
Tvö Íslandsmet og fjögur leikjamet hjá sundfólkinu Íslenska sundfólkið var aftur í miklu stuði á Smáþjóðaleikunum í dag þar sem tvö Íslandsmet og fjögur leikjamet voru sett. Sport 4.6.2009 21:42
Guðmundur og Magnús með enn ein gullverðlaun fyrir Ísland - nú orðin nítján talsins Guðmundur E. Stephensen og Magnús K. Magnússon hirtu gullið í tvíliðaleik í borðtennis á Smáþjóðarleikunum í dag. Sport 4.6.2009 16:17
Góður dagur hjá íslenska sundfólkinu Íslenska sundfólkið stóð sig með glæsibrag á Smáþjóðaleikunum í dag og var afraksturinn fjögur gullverðlaun, sex silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun. Þá voru þrjú leikjamet og eitt Íslandsmet sett og þar að auki mikið um persónuleg met hjá sundfólkinu okkar. Sport 3.6.2009 21:07
Ragnheiður Ragnarsdóttir með gullverðlaun - nálægt íslandsmeti Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir vann enn ein gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum en hún setti einnig mótsmet á leikunum, í tvígang. Sport 2.6.2009 17:58
Bergur Ingi með fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH skilaði fyrstu gullverðlaunum Íslands í hús á Smáþjóðaleikunum sem nú fara fram á Kýpur. Sport 2.6.2009 17:34
Getraunaleik Vísis lokið Um helgina lauk Getraunaleik Vísis þar sem tippað var á rétt úrslit í ensku úrvalsdeildinni. Sport 28.5.2009 17:44
20 manna frjálsíþróttahópur á Smáþjóðaleikana Stjórn FRÍ samþykkti í gær val Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ fyrir Smáþjóðaleikana á Kýpur semn hefjast í byrjun júní. Tuttugu keppendur skipa landsliðið, níu konur og ellefu karlar. Sport 20.5.2009 15:10
ÍR ætlar að eignast þrjá Ólympíufara á 100 ára afmælinu Frjálsíþróttadeild Íþróttafélags Reykjavíkur hefur sett af stað metnaðarfullt afreksprógram þar sem markmiðið er að þrír frjálsíþróttamenn úr röðum ÍR skipi Ólympíulið Íslands í London árið 2012 en það ár eru 100 ár liðin síðan ÍR átti fyrst keppanda á Ólympíuleikum í frjálsíþróttum. Sport 20.5.2009 10:29
Ásdís bætti Íslandsmetið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti eigið Íslandsmet á JJ-móti Ármanns sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sport 16.5.2009 17:56
Erla Dögg og Árni Már bættu bæði Íslandsmet í kvöld Sundparið Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason bættu bæði Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Sparisjóðsmóti ÍRB í kvöld. Sport 15.5.2009 19:55
Badminton-landsliðið vann Portúgal á HM í Kína Íslenska badminton-landsliðið byrjaði vel á heimsmeistaramóti landsliða í Kína og vann 3-2 sigur á Portúgal. Magnús Ingi Helgason (einliðaleik), Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson (tvíliðaleik) og Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir (tvenndarleik) unnu leikina fyrir Ísland. Sport 11.5.2009 21:03