Sport

Jakob Jóhann bætti Íslandsmet sitt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson.

Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi bætti í morgun eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Jakob synti greinina á 1:01,32 en gamla metið var 1:02,27 og var það frá 2006.

Jakob varð í 37. sæti af 143 keppendum en til þess að ná inn í undanúrslit þurfti tímann 1:00,05.

Jacky Pellerin, þjálfari Jakobs, sagði við heimasíðu SSÍ að þetta væri góð byrjun á móti sem lofaði góðu fyrir íslensku keppenndurna en sjálfur var Jakob frekar fámáll um árangur sinn nema hann hefði viljað gera ennþá betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×