Sport

Badminton-landsliðið vann Portúgal á HM í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson unnu tvíliðaleikinn sinn á móti Portúgal.
Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson unnu tvíliðaleikinn sinn á móti Portúgal.

Íslenska badminton-landsliðið byrjaði vel á heimsmeistaramóti landsliða í Kína og vann 3-2 sigur á Portúgal. Magnús Ingi Helgason (einliðaleik), Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson (tvíliðaleik) og Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir (tvenndarleik) unnu leikina fyrir Ísland.

Magnús Ingi Helgason sigraði í einliðaleik karla gegn Pedro Martins 19-21, 21-16 og 21-18. Samkvæmt styrkleikalista Badminton Europe er Pedro Marins efstur á styrkleikalista unglinga í einliðaleik karla.

Tinna Helgadóttir tapaði í einliðaleik kvenna gegn Telma Santos 15-21 og 14-21.

Í tvíliðaleik karla léku Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson gegn Hugo Rodriguez og Fernando Silva. Magnús og Helgi sigruðu 21-13 og 21-18.

Þá léku Snjólaug Jóhannsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir tvíliðaleik kvenna gegn Ana Moura og Helena Pestana. Þær töpuðu leiknum 21-15 og 21-13.

Í tvenndarleik léku Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir gegn Hugo Rodriguez og Telma Santos. Þau léku 3 lotur sem enduðu með sigri Íslendinganna 21-17, 13-21 og 21-18.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×