Sport

Nýtt Íslandsmet í Viðeyjarsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá Viðey.
Frá Viðey.

Heimir Örn Sveinsson þreytti í gær Viðeyjarsund en sundleiðin er frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn. Þetta er leiðin sem Eyjólfur sundkappi og fleiri sundkappar syntu hér forðum og telst vera formlegt Viðeyjarsund.

Í beinni línu er sjóleiðin 4300 m en Heimir synti 4610 m. Þrátt fyrir talsverða norðan hliðaröldu meiri hluta leiðarinnar gerði hann sér lítið fyrir og synti leiðina á 1:01,57. Er þetta lang besti tíminn í sögu Viðeyjarsunds.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands. Það er nokkuð ljós að ef Heimir fær ákjósanlegar aðstæður þá á hann auðvelt með að verða fyrstur manna til að synda leiðina undir einni klukkustund.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×