Sport

Ólafur Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri FRÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Sveinn Jóhannesson, nýr framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband Íslands.
Ólafur Sveinn Jóhannesson, nýr framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband Íslands. Mynd/Heimasíða FRÍ

Ólafur Sveinn Jóhannesson. þrítugur Tálknfirðingur hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasamband Íslands og tekur hann við stöðu Egils Eiðssonar. Ólafur Sveinn er þrítugur og menntaður rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Ólafur Sveinn býr að góðum grunni æskulýðsstarfa á landsbyggðinni, æfði frjálsar íþróttir til fjölda ára og keppir enn á héraðsmótum fyrir sitt ungmennafélag. Langhlaup og hástökk hafa verið hans helstu keppnisgreinar.

Faðir Ólafs var Stefán Jóhannes Sigurðsson, fyrrverandi formaður Héraðssambandsins Hrafna Flóka og einn af stofnendum Unglingalandsmóts UMFÍ.

Meðal starfa sem Ólafur hefur tekið sér fyrir hendur má nefna starf hans sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar, Framkvæmdastjóri Fjord Fishing á Vestfjörðum og Framkvæmdastjóri Vitans- verkefnastofu, en Ólafur og kona hans, Anna Þóra Ísfold hafa starfað saman undanfarin 3 ár að rekstri og framkvæmd Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

Ólafur hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði félagssamtaka og meðal annars setið í stjórnum Framtíðarlandsins og Ferðamálasamtaka Vestfjarða.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×