Sport

20 manna frjálsíþróttahópur á Smáþjóðaleikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir er eini fulltrúi Norðurlandsfélaganna.
Hafdís Sigurðardóttir er eini fulltrúi Norðurlandsfélaganna. Mynd/Anton

Stjórn FRÍ samþykkti í gær val Íþrótta- og afreksnefndar FRÍ fyrir Smáþjóðaleikana á Kýpur semn hefjast í byrjun júní. Tuttugu keppendur skipa landsliðið, níu konur og ellefu karlar.

FH á flesta keppendur eða sex en þeir eru allir í karlaliðunu. ÍR á flesta í kvennaliðinu eða þrjá og alls fimm keppendur. Fjórir Blikar eru síðan í liðinu. Alls eiga sjö félög íþróttamanna í Smáþjóðaliðunu.

Unnur Sigurðardóttir er yfirþjálfari liðsins en aðrir þjálfarar verða þeir Eggert Bogason og Einar Þór Einarsson. Flokkstjóri frjálsíþróttahópsins verður Guðlaug Baldvinsdóttir.

Frjálsíþróttalandslið Íslands á Smáþjóðaleikunum 2009:

Konur:

Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni (800m, 1500m, 5000m)

Ágústa Tryggvadóttir, Selfossi (Hástökk, þrístökk, boðhl.)

Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni (Spjótkast, kúluvarp)

Fríða Rún Þórðadóttir, ÍR (5000m, 10000m)

Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ (langstökk, 200m, 400m, boðhl.)

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, ÍR (100m, 200m, boðhl.)

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni (100m gr, hástökk, spjótkast, kúluvarp, boðhl.)

Jóhanna Ingadóttir, ÍR (langstökk, þrístökk, boðhl.)

Linda Björk Lárusdóttir, Breiðabliki (100m, 100m gr, boðhl.)

Karlar:

Bergur Ingi Pétursson, FH (Sleggjukast, kúluvarp)

Björgvin Víkingsson, FH (110m gr, 400m gr, boðhl.)

Einar Daði Lárusson, ÍR (110m gr, hástökk, stangarstökk, boðhl.)

Jón Ásgrímsson, FH (Spjótkast)

Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki (5000m, 10000m)

Kristinn Torfason, FH (100m, Langstökk, þrístökk, boðhl.)

Magnús Valgeir Gíslason, Breiðabliki (100m, boðhl.)

Stefán Guðmundsson, Breiðabliki (3000m hi, 1500, 5000m)

Trausti Stefánsson, FH (200m, 400m, boðhl.)

Óðinn Björn Þorsteinsson, FH (Kúluvarp, kringlukast)

Þorbergur Ingi Jónsson, ÍR (800m, 1500m)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×