Íþróttir

Fréttamynd

Davis tryggði Golden State sigur á Houston

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State lagði Houston 109-107 þar sem þriggja stiga karfa Baron Davis þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Golden State sigurinn. Davis skoraði 34 stig í leiknum en Yao Ming átti líka frábæran leik hjá Houston með 38 stigum og 18 fráköstum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tottenham mætir Feyenoord

Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Enska liðið Tottenham mætir hollenska liðinu Feyenoord í næstu umferð, en þessi lið léku til úrslita í keppninni árið 1974 og þá hafði hollenska liðið betur. Leikið verður heima og úti og leikirnir verða háðir 14. og 22. febrúar. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu saman.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona mætir Liverpool

Í morgun var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mæta enska liðinu Liverpool, en þetta eru sigurvegarar keppninnar síðustu tvö ár. Þá mætir Jose Mourinho sínum gömlu félögum í Porto með liði Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Láttu Bent í friði

Les Reed, sitjandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Charlton, segist þegar hafa sent fyrrum stjóra félagsins Alan Curbishley sms-skilaboð og varað hann við því að reyna að bjóða í framherjann Darren Bent. Curbishley tók við West Ham í gær og breskir fjölmiðlar slá því föstu að Curbishley muni reyna að ná í markaskorarann unga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Auðvelt hjá Tottenham

Tottenham tryggði sér í kvöld efsta sætið í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið vann auðveldan sigur á Dinamo Búkarest frá Rúmeníu 3-1. Jermain Defoe skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og Dimitar Berbatov eitt, en gestirnir náðu að minnka muninn í lokin þó leikurinn hafi verið eign heimamanna frá fyrstu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid?

Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Blackburn að landa Nesmachniy

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum til að landa úkraínska landsliðsmanninum Andriy Nesmachniy frá Dinamo Kiev. Nesmachniy er 27 ára gamall miðvörður og gengur í raðir Blackburn í janúar ef hann stenst læknisskoðun á Ewood Park á morgun.

Enski boltinn
Fréttamynd

New Orleans - San Antonio í beinni í kvöld

Það verður skemmtilegur leikur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu þegar New Orleans tekur á móti San Antonio Spurs klukkan 2:30 í nótt. Þá er rétt að minna um leið á leik Cleveland Cavaliers og Seattle Supersonics sem sýndur verður beint á Sýn annað kvöld klukkan 1:30 eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumt tap hjá Keflavík

Keflvíkingar luku keppni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld og eru úr leik líkt og grannar þeirra úr Njarðvík eftir 113-109 tap gegn sænska liðinu Norrköping í kvöld. Thomas Soltau skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Keflvíkinga og Jermaine Williams skoraði 20 stig. Keflvíkingar unnu einn leik í riðli sínum sem hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir liðið, sem ætlaði sér alla leið í keppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarðvík úr leik án sigurs

Njarðvíkingar töpuðu sjötta og síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá fyrir Tartu Rock frá Eistlandi 100-88 á útivelli. Jeb Ivey skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham 20 en Njarðvíkingar töpuðu öllum sex leikjum sínum í keppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þórólfur gefur ekki kost á sér

Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Button er einn af þremur bestu ökumönnunum

Nick Fry, liðsstjóri Honda í Formúlu 1, segir að breski ökuþórinn Jenson Button sé einn af þremur bestu ökumönnunum heimsins í dag ásamt þeim Kimi Raikkönen og heimsmeistaranum Fernando Alonso.

Formúla 1
Fréttamynd

Terry fer fram á réttarhöld í máli sínu

Enski landsliðsmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur farið fram á að réttað verði sérstaklega í máli sínu frá því þann 5. nóvember þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Tottenham og Chelsea. Terry segir dómarann Graham Poll hafa verið tvísaga þegar hann greindi frá ástæðu brottrekstursins og krefst þess að aganefndin hlusti á framburð sinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Van der Sar framlengir við United

Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og segir Alex Ferguson knattspyrnustjóri búast við því að Hollendingurinn standi milli stanganna hjá liðinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kiraly hleypur í skarðið hjá Villa

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fengið ungverska markvörðinn Gabor Krialy frá Crystal Palace að láni og verður honum ætlað að fylla skarð þeirra Stuart Taylor og Thomas Sörensen sem báðir eru meiddir. Kiraly var fenginn til West Ham undir sömu kringustæðum fyrir skömmu.

Enski boltinn
Fréttamynd

O´Sullivan gekk út

Sá fátíði atburður átti sér stað á breska meistaramótinu í snóker í dag að breski spilarinn Ronnie O´Sullivan gekk skyndilega á dyr í miðjum undanúrslitaleik gegn Steven Hendry. O´Sullivan var undir 4-1 í leiknum, en tók í hönd andstæðngs síns og gekk út eftir að honum mistókst skot og því var Hendry dæmdur sigur.

Sport
Fréttamynd

Ekkert pláss fyrir gamlar hetjur á lista Ferguson

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur talið upp þá fimm leikmenn sem sér þykja hafa skarað framúr í stjórnartíð sinni hjá United í doðrantinum Manchester United Opus, þar sem saga félagsins er rakin. Leikmenn eins og David Beckham, Bryan Robson og Ruud Van Nistelrooy eru ekki á þessum lista.

Enski boltinn
Fréttamynd

Allir byrja með hreint borð hjá Curbishley

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segir að allir leikmenn liðsins fái að byrja með hreint borð undir sinni stjórn og fái tækfæri til að sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. West Ham fær það erfiða verkefni að mæta Manchester United í fyrsta leik Curbishley við stjórnvölinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham - Dinamo Búkarest í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Tottenham og Dinamo Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefst útsending klukkan 19:40. Tottenham nægir jafntefli á heimavelli sínum til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og losnar þar með við að mæta liði sem féll úr riðlakeppni Meistaradeildar í 32-liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta keppnisdeginum á SA Airways mótinu í golfi á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari í dag. Mótið fer fram í Suður-Afríku og er hluti af evrópsku mótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu næstu daga.

Golf
Fréttamynd

Gríðarleg meiðsli hjá Newcastle

Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista.

Enski boltinn
Fréttamynd

Deschamps hefur áhuga á Masherano

Didier Deschamps, þjálfari ítalska liðsins Juventus, hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að fá til sín leikmann á borð við Javier Mascherano hjá West Ham, en þrálátur orðrómur er á kreiki um að Argentínumennirnir Masherano og Carlos Tevez verði seldir frá enska félaginu í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger fær sekt og aðvörun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Auðveldur sigur Barcelona á America

Barcelona er komið í úrslitin á HM félagsliða sem fram fer í Japan eftir 4-0 sigur á America frá Úrúgvæ í morgun. Eiður Smári Guðjohnsen, Deco, Ronaldinho og Marquez skoruðu mörk Barcelona sem mætir Internacional frá Brasilíu í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tólf sigrar í röð hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt 12. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á meisturum Miami Heat á útivelli 99-89. Þetta er næst lengsta sigurhrina Phoenix í sögu félagsins og lauk það fimm leikja ferðalagi sínu um austurströndina með glæsibrag. Shaquille O´Neal og Dwyane Wade léku ekki með Miami í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Áttum ekki skilið að tapa þessum leik

Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast.

Enski boltinn
Fréttamynd

Höfðum ekki efni á að tapa stigum í kvöld

Jose Mourinho hrósaði Didier Drogba í hástert í kvöld þegar Chelsea vann baráttusigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði fyrir vikið forskot Man Utd niður í fimm stig á toppi deildarinnar. Mourinho sagði að sínir menn hefðu landað stigunum með baráttu sinni og engu öðru.

Enski boltinn
Fréttamynd

LA Clippers - Utah í beinni í nótt

Þrettán leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í kvöld og verður leikur LA Clippers og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 3:30 í nótt. Þá bíður meistara Miami það verðuga verkefni að stöðva 11 leikja sigurgöngu Phoenix Suns og verða meistararnir án Dwyane Wade sem missir af leiknum eftir harkalega heimsókn til tannlæknis.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Arizin látinn

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Paul Arizin sem fyrir nokkrum árum var útnefndur einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA deildarinnar, lést á heimili sínu í Philadelphia gærkvöldi, 78 ára að aldri. Arizin var kosinn besti leikmaður deildarinnar árið 1952 og var einn fyrsti maðurinn til að notast við stökkskotið á sínum tíma, en það er nú undirstöðuatriði allra körfuboltaiðkenda.

Körfubolti
Fréttamynd

Barthez tekur fram hanskana á ný

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hafði hanska sína ekki lengi á hillunni ef marka má yfirlýsingu frá lögfræðingi markvarðarins í kvöld, en hann greindi frá því að Barthez væri nú við það að undirrita 6 mánaða samning við 1. deildarlið Nantes í heimalandi sínu. Nantes er í miklum vandræðum þessa dagana og er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar.

Fótbolti