Íþróttir

Fréttamynd

Jensen ekki með ÍA í kvöld-Kjartan Henry með KR

Danski leikmaðurinn, Jesper Jensen sem skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ÍA um helgina, verður ekki með liðinu í leik liðsins gegn KR í Pepsideildinni í kvöld. Þetta kom fram í viðtali við Þórð Þórðarson, þjálfara ÍA í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Modric látinn æfa með varaliði Tottenham

Króatinn, Luca Modric, miðjumaðurinn öflugi hjá enska úrvalsdeildarliði Tottenham, hefur verið skipað að mæta á æfingu hjá varaliði félagsins þar sem hann neitaði að ferðast með aðalliðinu í æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna. Modric hefur beðið félagið afsökunar á því upphlaupi sem fjarvera hans hefur valdið en stendur hinsvegar ennþá fast á sínu að vilja fara frá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham réttlætir fjarveru Bale á ÓL

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur komið Gareth Bale, til varnar en Bale hefur verið gagnrýndur fyrir að draga sig út úr Ólympíulandsliði Breta vegna meiðsla. Bale lék engu að síður í 73 mínútur og skoraði eitt mark í æfingaleik Tottenham gegn LA Galaxy í gærkvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

"Neitaði engum um viðtal"

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu segir það ekki rétt að hann hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir tapleik liðsins í Pepsideild karla gegn FH í gærkvöld. Þetta sagði hann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH hugsanlega á leið til Póllands

Karlalið FH í knattspyrnu mætir annaðhvort liði frá Póllandi eða Aserbaidsjan nái félagið að slá út AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH og AIK mættust í Svíþjóð í gær og skildu jöfn, 1-1. Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla valin í A-landsliðshópinn

Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður úr Stjörnunni er eini nýliðinn í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tilkynntur var á blaðamannafundi í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik ytra 4.ágúst næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM

Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu.

Handbolti
Fréttamynd

"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning"

Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

IOC rannsakar fimm grunsamleg lyfjapróf frá ÓL 2004

Ólympíuleikarnir hefjast í London eftir rúmlega viku og eru keppendur þegar farnir að streyma til Englands til þess að undirbúa sig. Að venju verður afar öflugt lyfjaeftirlit hjá Alþjóða ólympíunefndinni, IOC, og eru öll sýni úr keppendum geymd í mörg ár eftir að keppni lýkur. IOC greindi frá því í gær að fimm sýni frá keppendum frá leikunum í Aþenu árið 2004 verði tekin til skoðunar að nýju.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Nelson samdi við UFC

Gunnar Nelson bardagakappi hefur skrifað undir samning hjá UFC, stærstu samtökum heims í blönduðum bardagalistum.

Sport
Fréttamynd

21 árs Íslandsmeistari leggur skíðin á hilluna | Skíðalandsliðin valin

Katrín Kristjánsdóttir núverandi Íslandsmeistari í stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Katrín hefur verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands en Katrín gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Landsmót 2012: Loki frá Selfossi efstur í forkeppni í B-flokki gæðinga

Alls komust þrjátíu hross í milliriðla í B-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna en forkeppnin fór fram í dag. Landsmótið fer fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík og stendur það yfir fram á sunnudag. Mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudaginn. Loki frá Selfossi fékk hæstu einkunn í dag en Sigurður Sigurðsson var knapi.

Sport
Fréttamynd

Landsmót 2012: Forkeppni í B-flokki gæðinga hálfnuð

Forkeppni í B-flokki gæðinga fer fram í dag á Landsmóti hestamanna, á félagssvæði Fáks í Reykjavík. Landsmótið hófst í dag en mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudagin. Alls hafa 54 af alls 100 hrossum lokið sýningum og er staða 10 efstu hrossa eftirfarandi:

Sport
Fréttamynd

Helgi Jónas og Guðríður í Boltanum á X-inu 977

Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Helgi hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins og kemur ákvörðun hans nokkuð á óvart. Einnig verður Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrum landsliðskona í handknattleik, í viðtal en í kvöld fer fram fjórði leikur Vals og Fram í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta.

Sport
Fréttamynd

Engar skýringar hafa fundist á dauðsfalli norska sundmannsins

Engar skýringar hafa fundist á skyndilegu dauðsfalli norska sundmannsins Alexanders Dale Oen en hann lést á mánudaginn aðeins 26 ára að aldri. Rannsókn stendur enn yfir en læknar norska íþróttasambandsins hafa ekki fundið nein merki um hjartagalla eða slíkt hjá sundmanninum sem var einn sá besti í heimi í sinni grein – bringusundi.

Sport
Fréttamynd

Svali og Þorvaldur í Boltanum á X-inu 977

Íslenskur körfubolti, handbolti og Meistaradeild Evrópu í fótbolta verða helstu umræðuefnin í Boltanum á X-inu 977 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum og fær hann m.a. Svala Björgvinsson körfuboltasérfræðing Stöðvar 2 sport í spjall. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram í Pepsi-deild karla verður einnig í viðtali í þættinum. Boltinn er á dagskrá alla virka daga á milli 11-12.

Sport
Fréttamynd

Víkingar Íslandsmeistarar í borðtennis karla

Víkingur og KR áttust við í úrslitum Íslandsmótsins í 1. deild í borðtennis karla um helgina. Fyrri úrslitaviðureignin sem fram fór um miðjan apríl endaði 4-2 fyrir Víking sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 4-0 sigri. Lið Víkings er þannig skipað: Magnús Kristinn Magnússon, Daði Freyr Guðmundsson og Magnús Finnur Magnússon. Þjálfari liðsins er Guðmundur E. Stephensen

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Íslands á HM í íshokkí

Ísland tapaði fyrir sterku liði Eistlands, 7-2, í Skautahöllinni í Laugardalnum í dag. Var þetta fyrsta tap Íslands á mótinu en keppt er í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins.

Sport
Fréttamynd

Kvennasveit Íslands Norðurlandameistari í kata

Ísland eignaðist um helgina Norðurlandameistara í kata þegar að kvennasveit Íslands vann til gullverðlauna í liðakeppni á Norðurlandameistaramótinu í karate. Mótið fór fram í Svíþjóð í gær.

Sport
Fréttamynd

Sextán ára Íslandsmeistari

Skíðamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli í gær með keppni í stórsvigi karla og kvenna. Katrín Kristjánsdóttir frá Akureyri varð hlutskörpust kvenna og Dalvíkingurinn Jakob Helgi Bjarnason í karlaflokki, en hann er einungis sextán ára gamall og vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í flokki fullorðinna.

Sport