"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 14:38 Halldór Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki