Sport

21 árs Íslandsmeistari leggur skíðin á hilluna | Skíðalandsliðin valin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Á meðfylgjandi hópmynd eru efri röð frá vinstri, Fjalar þjálfari, Sturla Snær, Jakob Helgi, Magnús Finnsson, Arnar Geir , Brynjar Jökull, Sigurgeir, neðri röð frá vinstri Freydís Halla, Erla,  Erla Guðný og María. Á myndina vantar Helgu Maríu , Einar Kristinn og Thelmu Rut.
Á meðfylgjandi hópmynd eru efri röð frá vinstri, Fjalar þjálfari, Sturla Snær, Jakob Helgi, Magnús Finnsson, Arnar Geir , Brynjar Jökull, Sigurgeir, neðri röð frá vinstri Freydís Halla, Erla, Erla Guðný og María. Á myndina vantar Helgu Maríu , Einar Kristinn og Thelmu Rut. Mynd/Skíðasamband Íslands
Katrín Kristjánsdóttir núverandi Íslandsmeistari í stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Katrín hefur verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands en Katrín gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið.

Katrín er ekki fyrsta íslenska skíðakonan í fremstu röð sem hættir svona ung því fyrir rúmu ári ákvað Ólympíufarinn Íris Guðmundsdóttir að leggja skíðin á hilluna aðeins 21 árs gömul.

Fjalar Úlfarsson er landsliðsþjálfari Skíðasambands Íslands og hefur valið landsliðshópa fyrir komandi verkefni. Það verður nóg að gera hjá landsliðsfólkinu þar sem stórir viðburðir erlendis verða á dagskrá hjá skíðafólkinu, má þar nefna Heimsmeistaramót fullorðinna í Schladming í Austurríki, heimsmeistaramót unglinga í Kanada og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Rúmeníu.

Landslið Íslands 2012 -2013

Brynjar Jökull Guðmundsson Reykjavík

Einar Kristinn Kristgeirsson Akureyri

Jakob Helgi Bjarnason Dalvík

Sigurgeir Halldórsson Akureyri

Sturla Snær Snorrason Reykjavik

Erla Ásgeirsdóttir Garðabæ

Helga María Vilhjálmsdóttir Reykjavík

María Guðmundsdóttir Akureyri

Unglingalandslið 2012-2013

Arnar Geir Isaksson Akureyri

Magnús Finnsson Akureyri

Freydís Halla Einarsdóttir Reykjavík

Erla Guðný Helgadóttir Reykjavík

Thelma Rut Jóhannsdóttir Isafirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×