Sport

Engar skýringar hafa fundist á dauðsfalli norska sundmannsins

Hinn 26 ára gamli Alexander Dale Oen lést skyndilega s.l. mánudag.
Hinn 26 ára gamli Alexander Dale Oen lést skyndilega s.l. mánudag. AP
Engar skýringar hafa fundist á skyndilegu dauðsfalli norska sundmannsins Alexanders Dale Oen en hann lést á mánudaginn aðeins 26 ára að aldri. Rannsókn stendur enn yfir en læknar norska íþróttasambandsins hafa ekki fundið nein merki um hjartagalla eða slíkt hjá sundmanninum sem var einn sá besti í heimi í sinni grein – bringusundi.

Fyrstu niðurstöður hafa ekki sýnt fram á hvað gerðist hjá Dale Oen og ekki er búist við endanlegri niðurstöðu fyrr en eftir nokkrar vikur.

Monika Bernedzikiewicz, sem starfar sem hjartasérfræðingur hjá NIMI sem er stofnun sem sérhæfir sig í íþróttalæknisfræði, segir að fylgjast þurfi betur með afreksíþróttafólki. Hún vill stórauka eftirlitið og hvetur hún til þess að afreksíþróttamenn fari oftar í ítarlega hjartaskoðun.

Bernedzikiewicz segir i viðtali við NRK að aðeins 1 af hverjum 40.000 á aldrinum 17-23 ára látist árlega vegna þess að hjarta þeirra stöðvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×