Sport

Gunnar sagður mæta Þjóðverja í Nottingham í september

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar í síðasta bardaga sínum.
Gunnar í síðasta bardaga sínum.
Samkvæmt frétt sem birtist á fréttavefnum Sherdog.com verður Þjóðverjinn Pascal Krauss fyrsti andstæðingur Gunnars Nelsons í UFC-bardaga. Áætlað er að þeir muni berjast í Nottingham á Englandi í september næstkomandi.

Krauss er 25 ára gamall og hefur viðurnefnið Panzer eða „skriðdrekinn". Hann á ellefu bardaga að baki í MMA og hefur unnið tíu þeirra. Hann tapaði sínum fyrsta bardaga á ferlinum í maí síðastliðnum þegar hann mætti Englendingnum John Hathaway.

Hann var þá að snúa aftur í keppni eftir sautján mánaða fjarveru vegna meiðsla en þetta verður þriðji UFC-bardagi Krauss á ferlinum.

Samkvæmt heimildum Vísis úr herbúðum Gunnars er þó ekki frágengið að hann muni berjast við Krauss en sá síðarnefndi tjáði sig engu að síður um Gunnar í viðtali við Sherdog.com.

„Ég veit vel að Nelson er einn sá efnilegasti í íþróttinni heldur einn sá besti ungi glímumaðurinn í MMA. Ég hef þó æft með mörgum góðum glímuköppum sjálfur og að keppa í UFC er ekki það sama og keppa í jiu-jitsu. En ég hlakka mikið til að bjóða Gunnar velkominn í átthyrninginn."


Tengdar fréttir

Gunnar Nelson samdi við UFC

Gunnar Nelson bardagakappi hefur skrifað undir samning hjá UFC, stærstu samtökum heims í blönduðum bardagalistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×