Íþróttir

Fréttamynd

Frábært að fá að leiða hópinn út á völl

Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að gegna hlutverki fánabera þegar Smáþjóðaleikarnir voru settir í 15. skipti á Josy Barthel-leikvanginum í Lúxemborg í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Sigríður Hrönn og Valgarð unnu brons á NM unglinga

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Valgarð Reinhardsson unnu bæði til bronsverðlauna í dag á Norðurlandameistaramóti unglinga í áhaldafimleikum í Elverum Noregi. Ísland átti þrjá keppendur í úrslitum í dag og unnust eins og áður sagði tvö brons.

Sport
Fréttamynd

Vignir valin bestur í hundraðasta landsleiknum

Vignir Hlöðversson lék sinn hundraðasta landsleik á 46 ára afmælisdaginn í gær þegar íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði 0-3 fyrir Grikkjum (25-8,25-13,25-12) í riðlakeppni HM. Leikurinn fór fram í Halmstad í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Þráinn og Sigrún Helga komu, sáu og sigruðu

Þráinn Kolbeinsson og Sigrún Helga Lund, bæði úr Mjölni, komu, sáu og sigruðu á Mjölnir Open sem haldið var í dag en mótið er stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi. Þráinn og Sigrún sigruðu bæði sína þyngdarflokka sem og opinn flokk karla og kvenna.

Sport
Fréttamynd

Systurnar saman í fyrsta sinn

Elsa Sæný Valgeirsdóttir spilaði sinn fimmtugasta landsleik í gær þegar kvennalandslið Íslands í blaki braut blað í 40 ára sögu BLÍ með því að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM. Íslenskt blaklið hefur aldrei áður tekið þátt í HM. Þetta voru þreföld tímamót fyrir Elsu Sæný sem spilaði einnig sinn fyrsta landsleik við hlið yngri systur sinnar.

Sport
Fréttamynd

Fimleikafólk á smáþjóðaleikana

Fimleikasamband Íslands hefur valið 10 einstaklinga til að til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemborg 26. maí - 2. júní næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Brynjólfur og Damian í stuði í Dublin

Mjölnismennirnir Brynjólfur Ingvarsson og Damian Zorczykowski sigruðu í áhugamannabardögum sínum í blönduðum bardgaíþróttum í Ryoshin-keppninni Dublin á Írlandi á laugardagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Fimleikaeinvígið í Versölum

Söguleg stund var í húsnæði fimleiksfélagsins Gerplu í gær þegar fyrsta Íslandsmótið í AT fimleikum fór fram. Í AT fimleikum keppa tveir keppendur á hverju áhaldi og því um úrslitaviðureign að ræða hverju sinni.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarar í áttunda skipti

Svíþjóð var í gærkvöldi heimsmeistari í íshokkí í áttunda skipti efir 5-1 stórsigur á Sviss í úrslitaleik í Stokkhólmi.

Sport
Fréttamynd

Hrikalegt glóðurauga

Rússneski hnefaleikakappinn Denis Lebedev beið lægri hlut gegn Panamamanninum Guillermo Jones í bardaga um heimsmeistaratitilinn í veltivigt í Moskvu á föstudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Vildi gefa Kínverjunum séns

Guðmundur Stephensen gaf hvorki kost á sér í íslenska landsliðið á HM í París né Smáþjóðaleikana sem fram fara í lok mánaðar. Borðtenniskappinn þrítugi, sem varð á dögunum hollenskur meistari með liði sínu Taverzo, er ekki tilbúinn að fórna öllu sumarfríi

Sport
Fréttamynd

Sunna kemur heim með meistarabelti

Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur náð frábærum árangri undanfarna mánuði en hún hefur dvalið í Tælandi og keppti í bæði MMA og Muay Thai.

Sport
Fréttamynd

Kári Steinn og Rannveig unnu

Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki og Rannveg Oddsdóttir, UFA, urðu um helgina Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi.

Sport