Leikmenn hætta vegna vangoldinna greiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 13:48 Mynd/Stefán Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira