Sport

Systurnar saman í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elsa Sæný Valgeirsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir. Mynd/Blaksamband Íslands

Elsa Sæný Valgeirsdóttir spilaði sinn fimmtugasta landsleik í gær þegar kvennalandslið Íslands í blaki braut blað í 40 ára sögu BLÍ með því að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM. Íslenskt blaklið hefur aldrei áður tekið þátt í HM. Þetta voru þreföld tímamót fyrir Elsu Sæný sem spilaði einnig sinn fyrsta landsleik við hlið yngri systur sinnar.

Íslensku stelpurnar töpuðu leiknum 0-3 (15-25, 12-25 og 17-25). Stigahæstu leikmenn Íslands voru Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 8 stig en Erla Rán Eiríksdóttir skoraði 6 stig. Næsti leikur íslenska kvennalandsliðsins er í dag kl. 16.00 gegn Eistlandi en þær unnu Lettland auðveldlega í gærkvöldi, 3-0.

Elsa Sæný Valgeirsdóttir lék eins og áður sagði sinn 50. landsleik í gær gegn Litháen. Sævar Már Guðmundsson, fararstjóri íslenska hópsins í Lettlandi afhenti Elsu Sæný silfurmerki BLÍ við þetta tilefni á liðsfundi í hádeginu í dag.

Systurnar Elsa Sæný og Berglind Gígja Jónsdóttir, sem báðar leika með HK, spiluðu þarna í fyrsta sinn saman með íslenska landsliðinu. Berglind Gígja er tólf árum yngri en Elsa Sæný.

ElsaS æný Valgeirsdóttir vakti einnig mikla athygli í vetur en hún var þá þjálfari karlaliðs HK sem vann tvöfaldan sigur á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×