Sport

Bandaríkin, Íran og Rússland í samstarfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Pólitískir fjendur hafa nú tekið saman höndum í þeim tilgangi að bjarga ólympískri glímu.

Það er engin tilviljun að fulltrúar þessara þriggja þjóða hafa tekið saman höndum til að reyna að koma íþróttinni aftur á dagskrá Ólympíuleikanna. Það er vilji alþjóðaglímusambandsins að þetta veki athygli á málstað þess.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur lagt til að íþróttin verið tekin af dagskrá leikanna frá og með árinu 2020. Sú ákvörðun hefur vakið sterk viðbrögð en greinin á ættir að rekja til Forngrikkja.

Glímukappar frá löndunum þremur munu eigast við í sýningarviðureignum á aðallestarstöðinni í Manhattan í dag en þetta er fjórða árið í röð sem þessi viðburður á sér stað. En Íranirnir hafa ekki keppt í Bandaríkjunum undanfarinn áratug.

Glíman á enn möguleika á að halda sér inni en hún er ein átta íþróttagreina sem koma til greina að fá inni á leikunum 2020. Lokaákvörðun verður tekin í september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×