Pólstjörnumálið

Fréttamynd

Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi

Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurinn játaði brot sitt

Einar Jökull Einarsson, Kópavogsbúi á 28. aldursári, játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa skipulagt innflutning á tæplega fjörutíu kílóum af verskmiðjuframleiddum fíkniefnum sem haldlögð voru í skútu við Fáskrúðsfjarðarhöfn hinn 20. september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sex ákærðir í Pólstjörnumálinu

Sex karlmenn hafa verið ákærðir vegna innflutnings á tugum kílóa af fíkniefnum í smyglskútumálinu svokallaða. Lögreglan fann efnin í skútu sem tveir þeirra sigldu til landsins og kom til í Fáskrúðsfirði í haust. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir mismunandi stóran hlut í málinu en fimm þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í haust.

Innlent
Fréttamynd

Saga smyglskútunnar gefin út

Bók um Pólstjörnumálið svokallaða kemur út hjá forlaginu Skugga í lok vikunnar. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður skrifaði bókina.

Innlent
Fréttamynd

Með tvö kíló af fíkniefnum í bílskottinu

Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn í Færeyjum vegna stóra fíkniefnamálsins sem upp kom á Fáskrúðsfirði í september, geymdi tæp tvö kíló af fíkni­efnum í skottinu á bíl sínum.

Innlent
Fréttamynd

Stórsmyglarar áfram í gæslu

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember.

Innlent
Fréttamynd

Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald

Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember.

Innlent
Fréttamynd

Vill nafn sitt afmáð úr fréttum

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögfræðingur Loga Freys Einarssonar, sem grunaður var um að hafa átt aðild að Pólstjörnumálinu á Fáskrúðsfirði, hefur farið fram á það við ritstjóra Vísis að nafn Loga verði afmáð úr öllum fréttum í fréttasafni Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnin í flotholtum

Hluti fíkniefnanna sem tekin voru í skútu í Fáskrúðs­fjarðarhöfn á dögunum var falinn í flotholtum. Önnur efni voru geymd í töskum um borð.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti einangrunarvist

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Einar Jökull Einarsson skuli sitja í einangrun til 1. nóvember en verjandi hans hafði kært úrskurðinn. Einar grunaður um að vera annar höfuðpauranna í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallað sem upp komst í síðasta mánuði. Hann er sá eini af þeim sem í gæsluvarðhaldi sitja sem enn er gert að dúsa í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Varað við stórauknu framboði á e-töflum

Framboð e-taflna hefur stóraukist hér á landi undanfarnar vikur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við neyslu þessara taflna og boðaði til blaðamannafundar í morgun vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Vildi ekki lána Lucky Day

Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan hleraði síma smyglskútumanna í tíu mánuði

Rannsókn smyglskútumálsins á Fáskrúðsfirði hefur staðið afar lengi. Vísir hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi fyrst beðið um leyfi til hlerunar í byrjun desember á síðasta ári. Þá var beðið um leyfi til að hlera nokkur símanúmer í eigu Einars Jökuls Einarssonar, annars meints höfuðpaurs smyglsins.

Innlent
Fréttamynd

Meintir höfuðpaurar í smyglskútumálinu voru saman í Amsterdam

Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson, sem taldir eru vera höfuðpaurar í smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru saman í Amsterdam mánuði áður en lögreglan lagði hald á 40 kíló af fíkniefnum í höfninni á Fáskrúðsfirði. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Skútumenn játuðu að vera burðardýr

Mennirnir tveir sem sigldu skútu til Fáskrúðsfjarðar í síðasta mánuði, þar sem voru um 40 kíló af fíkniefnum um borð, hafa játað við yfirheyrslur að hafa verið burðardýr í þessu umfangsmikla fíkniefnamáli, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir eru mennirnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu?

Fáskrúðsfjarðarmálið er eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið að málinu í meira en eitt ár. Rannsóknin náði hámarki þegar hópur sérsveitarmanna gerði atlögu að seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn, en skútan sigldi hingað til lands með metmagn af amfetamíni og e-pillur innanborðs.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn Garðbæingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðabæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Sjötti skútumaðurinn í gæslu

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stóra smyglmálsins sem kom upp á Fáskrúðsfirði 21. september síðastliðinn. Þetta er sjötti maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna skútumálsins svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Smyglskútugengið senn úr einangrun

Fimm menn sem grunaðir eru um aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hafa í dag verið færðir í héraðsdóm til þess að staðfesta fyrir dómi skýrslur sem lögregla hefur tekið af þeim.

Innlent