Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli 18. janúar 2008 09:54 Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar. Pólstjörnumálið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar.
Pólstjörnumálið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira