Innlent

Vildi ekki lána Lucky Day

Andri Ólafsson skrifar
Lucky Day á Fáskrúðsfirði. MYND/Jóhanna
Lucky Day á Fáskrúðsfirði. MYND/Jóhanna
Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi vegna rannsóknar á Fáskrúðsfjarðarmálinu, neitaði að lána bróður sínum, Einari Jökli, skútuna Lucky Day undir fíkniefnasmyglið stórfellda sem upp komst í síðasta mánuði.

Skútan Lucky Day hefur áður verið í fréttum tengdum Fáskrúðsfjarðarmálinu. Fram hefur komið að henni var siglt til Fáskrúðsfjarðar fyrir tveimur árum og hún skilinn þar eftir í nokkra mánuði. Komið hefur fram að Einar Jökull var um borð í skútunni og Logi greiddi hafnargjöldin af henni. Bræðurnir eiga hvor um sig helming í skútunni sem er staðsett í Stavanger.

Samkvæmt heimildum Vísis fóru þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason allir til Stavanger í Noregi, þar sem Logi Freyr býr, eftir að Einar Jökull hafði gengið frá kaupum á efnunum sem smygla átti, ásamt Bjarna Hrafnkelssyni í Amsterdam. Bjarni hélt þá aftur heim til Íslands en Einar Jökull sá um að koma þeim Alvari og Guðbjarna, sem áttu að sigla með efnin til Íslands, í kynni við bróður sinn í Noregi.

Hugmyndin var upphaflega sú að þeir Alvar og Guðbjarni myndu nota Lucky Day við smyglið. Heimildir Vísis herma hinsvegar að það hafi Logi Freyr ekki tekið í mál. Hann var óttasleginn um að grunsemdir höfðu vaknað síðast þegar skútunni var siglt til Fáskrúðsfjarðar og vildi ekki tefla á tvær hættur.

Þremenningarnir brugðu þá á það ráð að leigja skútu í Stavanger undir smyglið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×