Innlent

Vill nafn sitt afmáð úr fréttum

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson vill að nafn skjólstæðings síns, Loga Freys Einarssonar, verði afmáð úr fréttum Vísis.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson vill að nafn skjólstæðings síns, Loga Freys Einarssonar, verði afmáð úr fréttum Vísis.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögfræðingur Loga Freys Einarssonar, sem grunaður var um að hafa átt aðild að Pólstjörnumálinu á Fáskrúðsfirði, hefur farið fram á það við ritstjóra Vísis að nafn Loga verði afmáð úr öllum fréttum í fréttasafni Vísis.

„Verði hann ekki við beiðninni mun ég athuga hver næstu skref í stöðunni eru," segir Vilhjálmur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, segist hafa farið vandlega yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að verða við bón Vilhjálms. Það sé staðreynd að Logi Freyr hafi verið handtekinn og erfitt sé að endurskrifa söguna.

„Skjólstæðingur Vilhjálms hefur notið fyllstu sanngirni í umfjöllun okkar," segir Óskar Hrafn og bætir við að sé Vilhjálmur ósáttur verði hann að leita annarra leiða til að ná sínu fram. - kdk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×