Innlent

Saga smyglskútunnar gefin út

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Frá Fáskrúðsfirði þar sem skútan sést hægra megin við varðskipið.
Frá Fáskrúðsfirði þar sem skútan sést hægra megin við varðskipið.
Bók um Pólstjörnumálið svokallaða kemur út hjá forlaginu Skugga í lok vikunnar. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður skrifaði bókina.

„Þetta er stærsta aðgerð sem fíkniefnalögreglan hefur nokkurn tímann staðið í. Rannsóknin fór fram hér og þar um Evrópu og þetta er ótrúleg spennusaga þegar maður nær að rekja hana," segir Ragnhildur. Hún segir hugmyndina að bókinni hafa kviknað skömmu eftir að málið, sem er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, kom upp. Vinnslutíminn hafi því verið stuttur, þar sem málið kom upp 20. september síðastliðinn.

Ragnhildur segir margt nýtt koma fram í bókinni, þó að vissulega hafi eitthvað komið fram í fréttum af málinu. „Svona bók hefur mér vitanlega ekki verið skrifuð áður, um lögreglumál sem rannsókn stendur yfir á. Mennirnir sitja auðvitað enn í gæsluvarðhaldi," segir Ragnhildur.

Hún segir lögregluna hafa veitt sér upplýsingar um sínar starfsaðferðir. „Ég held að það sé mjög áhugavert fyrir almenning að lesa um hvernig þeir vinna þessir menn, þetta er alvöru lið. Við höldum svo oft að íslenska lögreglan sé eitthvað vanmáttug, það er svo fjarri lagi. Þetta var svo flott aðgerð. Þetta er sönn spennusaga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×