Fimm stærstu fíkniefnamál ársins 2007 Andri Ólafsson skrifar 27. desember 2007 12:31 5. Kókaínpar í KaupmannahöfnÍ ágúst handtók lögreglan í Kaupmannahöfn íslenskt par eftir að 1,7 kíló af kókaíni fundust í farangursgeymsluhólfi þeirra á aðaljárnbrautarstöð Kaupmannahafnar. Forsaga málsins er sú að dag einn í ágústmánuði þurfti lögregla að hafa afskipti af 37 ára íslenskum karlmanni á kaffihúsi í Vesterbro hverfinu. Maðurinn hafði verið með ólæti og var að angra gesti á kaffihúsinu. Lögregla kom á staðinn og við leit á íslendingnum fundust fáein grömm af kókíni. Auk kókaínsins fannst í fórum manssins lykill að hótelherbergi. Lögreglan vildi kanna hvar þar væri að finna og fór því á hótelherbegi mannsins. Þar beið tvítug íslensk stúlka, kærasta mannsins. Á herberginu fundust engin fíkniefni. Dönsku lögreglumennirnir fundu hins vegar lykil að farangursgeymsluhólfi á Hovedbanegarden. Og þar sem grunur var farinn að vakna um að íslenska parið væri með eitthvað óhreint í pokahorninu var ákveðið að kanna málið nánar. Þegar hólfið var opnað komu í ljós 1,7 kíló af kókaíni í nokkrum pakkningum. Íslenska parið var því flutt beint á lögreglustöð í yfirheyrslur. Þar þvertóku þau fyrir að vita nokkuð um fíkniefnin. Þegar myndband úr eftirlitsvélum járnbrautarstöðvarinanr var skoðað sást hins vegar greinilega að þar var íslenska parið sem kom efnunum fyrir í hólfinu. Íslenska parið bíður þess að réttað verði I málinu en gera má ráð fyrir því að þau fái margra ára fangelsisdóm. 4. Böstaður í BremenMaðurinn var handtekinn í Bremen 21. janúar með fimm kíló af hassi og 700 grömm af örvandi efnumÞann 21.janúar var tæplega þrítugur íslendingur handtekinn í hafnarborginni Bremen í Þýskalandi. Hann var með fimm kíló af hassi og sjö hundruð grömm af örvandi efnum í fórum sínum. Íslendingurinn var búsettur í Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Hann var svo viðriðinn annað stórfellt fíkniefnasmygl í sumar því hann var grunaður um að hafa pakkað og sent þrettán kíló af hassi og tvöhundruð grömm af kókaíni með hraðsendingu til Íslands. Hann neitaði hins vegar sök eins og allir sem grunaðir voru um aðild og var málið látið niður falla á endunum. Hann var þó dæmdur fyrir fíkniefnin sem hann var tekinn með í Bremen og fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. 3. Kalli og kókaíniðKalli Bjarni fékk tveggja ára dóm.Fá fíkniefnamál, ef nokkur, vöktu jafn mikla athygli á árinu og mál Karls Bjarna Guðmundssonar. Í rauðrósóttum jakka braust Kalli Bjarni til frægðar fyrir fáeinum árum með eftirminnilegum sigri sínum í fyrstu Idolkeppni Stöðvar 2. Skömmu eftir sigurinn sagði Kalli frá baráttu sinni við fíkniefnadjöfullinn og Bakkus í viðtölum. Í þeim viðtölum sagði hann baráttuna hins vegar að baki. Fíkniefninn áttu þó eftir að koma í bakið á Kalla í eitt skipti í viðbót. Í sumar freistaði hann þess nefnilega að flytja inn tæp tvö kíló af kókaíni. Það lukkaðist ekki betur en svo að hann var handtekinn um leið og hann kom til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi. Síðar sömu viku kom móðir Kalla fram í Kastljósi. Í þættinum kvartaði hún yfir því að fjölmiðlar hefðu greint frá nafni Kalla en las svo upp úr bréfi sem hann hafði sent henni úr einangrunarvistinni á Litla-Hrauni. Réttað var svo í málinu í desember. Þá sagðist Kalli einungis hafa verið burðardýr. Hann kvaðst óttast hina sönnu skipuleggjendur smyglsins og neitaði að gefa upp nöfn þeirra. Svo fór að hann var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. 2. Þjóðverji með metmagnLeifsstöðÞýskur karlmaður á sextugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 22. desember með rúmlega 23.000 e-töflur í fórum sínum. Það er næstmesta magn e-taflna sem hald hefur verið lagt á hérlendis, og það mesta sem ætlað hefur verið á markað hér. Talið er að götuvirði efnanna sé um og yfir sextíu milljónir króna. Maðurinn kom til landsins frá Hamborg eftir millilendingu í Kaupmannahöfn. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Suðurnesjum. Á Þorláksmessu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. janúar. Talið er öruggt að fleiri tengist málinu, þar á meðal Íslendingar. Lögregla telur efnið hafa verið ætlað til sölu á Íslandi og hefur þá aldrei áður verið lagt hald á jafnmikið af e-töflum hér sem fluttar eru til landsins í því skyni. Árið 2001 var Austurríkismaðurinn Kurt Fellner handtekinn við komuna frá Hollandi með 67.000 e-töflur í fórum sínum. Hann var hins vegar á leið til Bandaríkjanna með efnið og hugðist aðeins millilenda hér. Fellner fékk tólf ára fangelsisdóm í héraðsdómi en Hæstiréttur mildaði dóminn í níu ár. 1. Fíkniefni á FáskrúðsfirðiLucky Day Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum fimmtudaginn 20. september vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 40 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Þegar dagur var að kveldi kominn höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar voru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Pari, sem handtekið var í Danmörku, var hins vegar sleppt. Um klukkan 05:00 að morgni fimmtudagsins 20. september sigldi tæplega þrjátíu feta seglskúta inn Fáskrúðsfjörð. Um borð voru tveir menn, Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, og rúmlega 40 kíló af hvítu efni. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Þeir lögðu skútunni að bryggjunni og fóru í frystihúsið sem stendur þar skammt frá. Þar fengu þeir að hringja símtal og spurðu í leiðinni hvort þeir væru ekki örugglega staddir á Fáskrúðsfirði. Þvi næst héldu þeir aftur um borð í skútuna. Þar lét hópur sérsveitamanna til skarar skríða en lögreglan hafði fylgst með skipverjunum, ferðum þeirra og samstarfsmanna þeirra um nokkurt skeið. Skipverjarnir voru umsvifalaust handteknir ásamt þriðja manninum sem kom frá Reykjavík að taka á móti skipverjunum á bílaleigubíl. Aðgerðum lögreglu var langt frá því að vera lokið eftir handtökurnar á Fáskrúðsfirði. Varðskip sigldi inn fjörðinn og lagðist að skútunni, kafarar köfuðu í höfninni til að kanna hvort einhverjum efnum hefði verið kastað frá borði. Þar að auki voru húsleitir og handtökur gerðar í Danmörku, Noregi og á Höfðuðborgarsvæðinu. Alls höfðu tíu manns verið handteknir þegar dagurinn var liðinn. Á blaðamannafundi lofuðu forsvarsmenn lögreglunnar samstarf hinna ýmsu löggæsluaðila sem að málinu komu, hér heima og erlendis. Málið þykir mikill sigur fyrir lögregluna. Guðbjarni og Alvar, sem handteknir voru í skútunni, voru keyrðir til Reykjavíkur í lögreglubíl en flogið var til borgarinnar með manninn sem kom á bílaleigubílnum. Þeir þrír, ásamt þeim Bjarna Hrafnkelssyni og Einar Jökli Einarssyni, sem handteknir voru á Höfðuborgarsvæðinu, voru allir leiddir fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur, sem úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald. Vísir hefur heimildir fyrir því að Einar Jökull og Guðbjari Traustaon, sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi haustið 2005 komið til Fáskrúðsfjarðar á skútu sem bar nafnið Lucky Day. Skútuna skildu þeir eftir í höfninni og sóttu hana ekki fyrr en um vorið 2006. Lögreglumál Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
5. Kókaínpar í KaupmannahöfnÍ ágúst handtók lögreglan í Kaupmannahöfn íslenskt par eftir að 1,7 kíló af kókaíni fundust í farangursgeymsluhólfi þeirra á aðaljárnbrautarstöð Kaupmannahafnar. Forsaga málsins er sú að dag einn í ágústmánuði þurfti lögregla að hafa afskipti af 37 ára íslenskum karlmanni á kaffihúsi í Vesterbro hverfinu. Maðurinn hafði verið með ólæti og var að angra gesti á kaffihúsinu. Lögregla kom á staðinn og við leit á íslendingnum fundust fáein grömm af kókíni. Auk kókaínsins fannst í fórum manssins lykill að hótelherbergi. Lögreglan vildi kanna hvar þar væri að finna og fór því á hótelherbegi mannsins. Þar beið tvítug íslensk stúlka, kærasta mannsins. Á herberginu fundust engin fíkniefni. Dönsku lögreglumennirnir fundu hins vegar lykil að farangursgeymsluhólfi á Hovedbanegarden. Og þar sem grunur var farinn að vakna um að íslenska parið væri með eitthvað óhreint í pokahorninu var ákveðið að kanna málið nánar. Þegar hólfið var opnað komu í ljós 1,7 kíló af kókaíni í nokkrum pakkningum. Íslenska parið var því flutt beint á lögreglustöð í yfirheyrslur. Þar þvertóku þau fyrir að vita nokkuð um fíkniefnin. Þegar myndband úr eftirlitsvélum járnbrautarstöðvarinanr var skoðað sást hins vegar greinilega að þar var íslenska parið sem kom efnunum fyrir í hólfinu. Íslenska parið bíður þess að réttað verði I málinu en gera má ráð fyrir því að þau fái margra ára fangelsisdóm. 4. Böstaður í BremenMaðurinn var handtekinn í Bremen 21. janúar með fimm kíló af hassi og 700 grömm af örvandi efnumÞann 21.janúar var tæplega þrítugur íslendingur handtekinn í hafnarborginni Bremen í Þýskalandi. Hann var með fimm kíló af hassi og sjö hundruð grömm af örvandi efnum í fórum sínum. Íslendingurinn var búsettur í Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn. Hann var svo viðriðinn annað stórfellt fíkniefnasmygl í sumar því hann var grunaður um að hafa pakkað og sent þrettán kíló af hassi og tvöhundruð grömm af kókaíni með hraðsendingu til Íslands. Hann neitaði hins vegar sök eins og allir sem grunaðir voru um aðild og var málið látið niður falla á endunum. Hann var þó dæmdur fyrir fíkniefnin sem hann var tekinn með í Bremen og fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. 3. Kalli og kókaíniðKalli Bjarni fékk tveggja ára dóm.Fá fíkniefnamál, ef nokkur, vöktu jafn mikla athygli á árinu og mál Karls Bjarna Guðmundssonar. Í rauðrósóttum jakka braust Kalli Bjarni til frægðar fyrir fáeinum árum með eftirminnilegum sigri sínum í fyrstu Idolkeppni Stöðvar 2. Skömmu eftir sigurinn sagði Kalli frá baráttu sinni við fíkniefnadjöfullinn og Bakkus í viðtölum. Í þeim viðtölum sagði hann baráttuna hins vegar að baki. Fíkniefninn áttu þó eftir að koma í bakið á Kalla í eitt skipti í viðbót. Í sumar freistaði hann þess nefnilega að flytja inn tæp tvö kíló af kókaíni. Það lukkaðist ekki betur en svo að hann var handtekinn um leið og hann kom til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi. Síðar sömu viku kom móðir Kalla fram í Kastljósi. Í þættinum kvartaði hún yfir því að fjölmiðlar hefðu greint frá nafni Kalla en las svo upp úr bréfi sem hann hafði sent henni úr einangrunarvistinni á Litla-Hrauni. Réttað var svo í málinu í desember. Þá sagðist Kalli einungis hafa verið burðardýr. Hann kvaðst óttast hina sönnu skipuleggjendur smyglsins og neitaði að gefa upp nöfn þeirra. Svo fór að hann var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. 2. Þjóðverji með metmagnLeifsstöðÞýskur karlmaður á sextugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 22. desember með rúmlega 23.000 e-töflur í fórum sínum. Það er næstmesta magn e-taflna sem hald hefur verið lagt á hérlendis, og það mesta sem ætlað hefur verið á markað hér. Talið er að götuvirði efnanna sé um og yfir sextíu milljónir króna. Maðurinn kom til landsins frá Hamborg eftir millilendingu í Kaupmannahöfn. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Suðurnesjum. Á Þorláksmessu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. janúar. Talið er öruggt að fleiri tengist málinu, þar á meðal Íslendingar. Lögregla telur efnið hafa verið ætlað til sölu á Íslandi og hefur þá aldrei áður verið lagt hald á jafnmikið af e-töflum hér sem fluttar eru til landsins í því skyni. Árið 2001 var Austurríkismaðurinn Kurt Fellner handtekinn við komuna frá Hollandi með 67.000 e-töflur í fórum sínum. Hann var hins vegar á leið til Bandaríkjanna með efnið og hugðist aðeins millilenda hér. Fellner fékk tólf ára fangelsisdóm í héraðsdómi en Hæstiréttur mildaði dóminn í níu ár. 1. Fíkniefni á FáskrúðsfirðiLucky Day Tíu menn voru handteknir á Norðurlöndunum fimmtudaginn 20. september vegna stærsta smyglmáls Íslandssögunar. Lögreglan fann rúmlega 40 kíló af eiturlyfjum í seglskútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn og handtók þrjá menn á staðnum. Þegar dagur var að kveldi kominn höfðu fimm menn verið dæmdir í gæsluvarðhald á Íslandi. Þrír til viðbótar voru í haldi lögreglu Færeyjum og Noregi. Pari, sem handtekið var í Danmörku, var hins vegar sleppt. Um klukkan 05:00 að morgni fimmtudagsins 20. september sigldi tæplega þrjátíu feta seglskúta inn Fáskrúðsfjörð. Um borð voru tveir menn, Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, og rúmlega 40 kíló af hvítu efni. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Þeir lögðu skútunni að bryggjunni og fóru í frystihúsið sem stendur þar skammt frá. Þar fengu þeir að hringja símtal og spurðu í leiðinni hvort þeir væru ekki örugglega staddir á Fáskrúðsfirði. Þvi næst héldu þeir aftur um borð í skútuna. Þar lét hópur sérsveitamanna til skarar skríða en lögreglan hafði fylgst með skipverjunum, ferðum þeirra og samstarfsmanna þeirra um nokkurt skeið. Skipverjarnir voru umsvifalaust handteknir ásamt þriðja manninum sem kom frá Reykjavík að taka á móti skipverjunum á bílaleigubíl. Aðgerðum lögreglu var langt frá því að vera lokið eftir handtökurnar á Fáskrúðsfirði. Varðskip sigldi inn fjörðinn og lagðist að skútunni, kafarar köfuðu í höfninni til að kanna hvort einhverjum efnum hefði verið kastað frá borði. Þar að auki voru húsleitir og handtökur gerðar í Danmörku, Noregi og á Höfðuðborgarsvæðinu. Alls höfðu tíu manns verið handteknir þegar dagurinn var liðinn. Á blaðamannafundi lofuðu forsvarsmenn lögreglunnar samstarf hinna ýmsu löggæsluaðila sem að málinu komu, hér heima og erlendis. Málið þykir mikill sigur fyrir lögregluna. Guðbjarni og Alvar, sem handteknir voru í skútunni, voru keyrðir til Reykjavíkur í lögreglubíl en flogið var til borgarinnar með manninn sem kom á bílaleigubílnum. Þeir þrír, ásamt þeim Bjarna Hrafnkelssyni og Einar Jökli Einarssyni, sem handteknir voru á Höfðuborgarsvæðinu, voru allir leiddir fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur, sem úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald. Vísir hefur heimildir fyrir því að Einar Jökull og Guðbjari Traustaon, sem eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi haustið 2005 komið til Fáskrúðsfjarðar á skútu sem bar nafnið Lucky Day. Skútuna skildu þeir eftir í höfninni og sóttu hana ekki fyrr en um vorið 2006.
Lögreglumál Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira