Viðreisn

Fréttamynd

Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu

Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.”

Skoðun
Fréttamynd

Hvenær máttu bjóða þig fram?

Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði.

Skoðun
Fréttamynd

Grípa til smá­aug­lýsinga vegna lítillar trúar á verk­færum þing­manna

Við­reisn birti smá­aug­lýsingu í Frétta­blaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra um um­svif stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins í ís­lensku at­vinnu­lífi. Þing­menn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin sam­þykkt í þinginu fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

„Faðm­lag stjórnar­flokkanna er kæfandi fyrir einka­rekstur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur og Bjarn­ey efst á lista Við­reisnar

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Listi flokksins í kjördæminu hefur nú verið birtur í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Rot­högg ríkis­stjórnarinnar á heil­brigðis­kerfið

Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Ævin­týri Vel­hringlanda

Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­lista­stjóri ríkisins

Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

Skoðun
Fréttamynd

Rök upp­stillingar­nefndarinnar komu á ó­vart

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn hafa brugðist þol­endum

Katrín Kristjana Hjartar­dóttir, einn af stofn­endum Við­reisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í sam­tali við Vísi segir hún á­stæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópa­vogi hafi brugðist þol­endum.

Innlent
Fréttamynd

Er allt í himna­lagi?

Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata.

Skoðun
Fréttamynd

Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta

Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Nei, ráðherra

Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér af­komu­bætandi að­gerðir?

Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg.

Skoðun
Fréttamynd

„Þrá­hyggja Við­reisnar“

Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef“ er orðið

Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

NATO í nú­tíð

Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd.st

Skoðun
Fréttamynd

Ég á þetta, ég má þetta?

Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust.

Skoðun
Fréttamynd

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi liggur fyrir

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, og Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum, leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn þar sem fyrsti listi flokksins er kynntur í heild sinni.

Innlent