Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:31 Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun