Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:31 Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun