
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

Arnar Pétursson skipti aftur í Breiðablik og stefnir á Tókýó
Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár.

„Alfreð mun koma með ferska orku inn í þýska landsliðið“
Andreas Michelmann, forseti þýska handboltasambandsins, tjáði sig um ráðningu Alfreðs Gíslasonar í dag í viðtali á heimasíðu sambandsins.

Alfreð Gíslason nýr landsliðsþjálfari Þýskalands
Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi.

Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi sig ekki hafa vald til að hjálpa konunum að ná fram jafnrétti
Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra.

Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst.

Setti nýtt heimsmet í landsliðsmörkum
Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna.

Gamla landsliðið hans Sigga Ragga sett í sóttkví
Kvennalandslið Kína í fótbolta hefur verið sett í sóttkví á hótel sínu í Ástralíu vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar.

Íþróttafólkið á ÓL í Tókýó mun sofa á papparúmum
Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa.

Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020.

Ellefu ára hjólabrettastelpa ætlar að verða yngsti keppandi Bretlands á Ólympíuleikum
Sky Brown er mjög fær á hjólabretti og ætlar að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Enginn af boxdómurunum á ÓL 2016 fær að dæma í Tókýó
Furðuleg dómgæsla í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna 2016 hefur dregið dilk á eftir sér.

Aron kom Barein á Ólympíuleikana
Aron Kristjánsson stýrði Barein inn á Ólympíuleikana í Tókýó.

Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk en ætlar ekki að missa af ÓL 2020
Fyrirliði heimsmeistaraliðs Bandaríkjanna og ein allra besta knattspyrnukona heims lét vita af því í gær að hún á von á barni.

Curry ætlar að vera með Bandaríkjunum í Tókýó 2020
Stephen Curry ætlar að vera hluti af bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Egypskt lyftingafólk gæti misst af Ólympíuleikunum vegna lyfjamisnotkunar
Egyptaland á enga keppendur á HM í lyftingum sem fer fram í Taílandi.

Láta snjóa yfir áhorfendur í hitanum
Skipuleggjendur ÓL í Japan á næsta ári eru þessa dagana að prófa alls konar hluti til þess að létta áhorfendum á leikunum lífið næsta sumar. Það nýjasta er að láta snjóa yfir áhorfendur.

Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Fljótasti maður heims í vandræðum ári fyrir Ólympíuleika
Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó.

Vara bandaríska íþróttafólkið við því að mótmæla á ÓL
Bandaríska íþróttaforystan mun ekki sýna neina þolinmæði eða miskunn taki íþróttafólk þeirra upp á því að vera með pólitísk mótmæli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

Þrettán ára Evrópumeistari setti nýtt met
Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley.

Fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Brasilíu verður Svíi
Pia Sundhage er að skrifa nýjan kafla í fótboltasögu Brasilíu nú þegar hún tekur við landsliði Brasilíumanna.

Anton Sveinn McKee tryggði sér farseðilinn á ÓL í Tokýó 2020
Anton Sveinn McKee varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó á næsta ári. Anton náði Ólympíulágmarkinu um leið og hann tryggði sig inn í milliriðla í 200 metra bringusundi.

Eitt ár í Ólympíuleikana í Tókýó: Svona líta endurunnu verðlaunapeningarnir út
Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir frá upphafi munu fara fram í Tókýó í Japan frá 24. júlí til 9. ágúst á næsta ári. Í dag er því nákvæmlega eitt ár þar til að leikarnir hefjast.

Leggur allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana á heimavelli
Júdókappinn Sveinbjörn Jun Iura stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Finn að þetta er á réttri leið
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann til tvennra gullverðlauna á Íslandsmótinu í 50 metra laug um helgina. Eftir tveggja ára baráttu við erfið bakmeiðsli segir Eygló að nú miði í rétta átt og stefnir hún til Tókýó 2020.

Biles hættir eftir Tókýó 2020
Simone Biles ætlar að hætta keppni í fimleikum eftir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.

Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“
Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári.

Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum
Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess.

Sveinbjörn færist nær Tókýó 2020
Sveinbjörn Iura átti góðu gengi að fagna á Grand Slam Osaka mótinu í júdó sem haldið var í Japan um helgina. Hann nældi sér þar í mikilvæg stig í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.