Fróðleg fótboltaspá SI fyrir 2020: Gott ár fyrir Man. City, Holland og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:00 Virgil van Dijk, Pep Guardiola og Lionel Messi. Samsett/Getty Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Einn virtasti fótboltafjölmiðlamaður Bandaríkjanna hefur skellt í árlega spá sína og Grant Wahl spáir því meðal annars að á þessu ári muni þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi gera upp hlutina í sér þætti á Netflix. Grant Wahl spáir líka fyrir hvaða lið munu fagna sigri í stærstu keppnunum á árinu 2020. Grant Wahl er auðvitað ekkert allt of alvarlegur í spádómum sínum og léttleikinn er þar í fyrirrúmi. Þetta er líka spá með bandarískum gleraugum og því snúast spárnar mikið til um bandaríska fótboltann. Það er engu að síður ýmislegt og um fótboltann utan Bandaríkjanna. Grant Wahl hefur samt mikla trú á bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta sem hann telur að fari langt með að vinna sér sæti á HM 2022 með sannfærandi byrjun í undankeppninni á þessu ári. Hann spáir því líka að bandaríska kvennalandsliðið vinni Ólympíugull í Tókýó og verði um leið fyrstu heimsmeistararnir sem nái því. Grant Wahl sér einnig fyrir þær breytingar á Varsjánni að hún hætti að dæma menn rangstæða þegar þeir eru millimetra fyrir innan sem hefur því miður gerst alltof oft að undanförnu. Wahl spáir því að það verði gerð alþjóðlega reglubreyting í þessum málum. Happy new year! Here are my 10 soccer/football predictions for 2020: https://t.co/MnO48mTsy1— Grant Wahl (@GrantWahl) January 1, 2020 Hann sér fyrir sér viðburðaríkt ár fyrir lið Manchester City. Grant Wahl telur að Manchester City vinni loksins Meistaradeildina í vor en að Pep Guardiola hætti með liðið í framhaldinu af því að hann hafi með þessum sigri náð öllum sínum markmiðum á Ethiad. Grant Wahl spáir því jafnframt að Liverpool, hollenska landsliðið og argentínska landsliðið vinni öll stóra titla á árinu 2020. Hann er á því að Liverpool slái vissulega stigamet Manchester City en takist samt ekki að fara taplaust í gegnum allt tímabilið. Wahl er á því að Holland verði Evrópumeistari í sumar og að Lionel Messi vinni loksins stóran titil með argentínska landsliðinu þegar liðið vinnur Copa América í sumar. Hann er aftur á móti á því að það verði Spánverjar sem vinni Ólympíugullið í karlaflokki. Það má skoða alla spána með því að smella hér.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira