Þrettán ára Evrópumeistari setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 15:30 Oleksii Sereda býr sig undir það að stökkva á HM. Getty/Maddie Meyer Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley. Oleksii Sereda er nefnilega aðeins 13 ára gamall og sjö mánaða en hann vann Evrópumeistaratitilinn af tíu metra pallinum á Evrópumótinu sem fór fram á heimavelli hans eða Kiev. „Litli stóri Sereda,“ var meðal fyrirsögnin hjá Rai á Ítalíu. Hann bætti gamla met Tom Daley um þrjá mánuði. Tom Daley var þrettán ára og tíu mánaða þegar hann varð Evrópumeistari 2008.Ukraine's 13-year-old diving sensation Oleksii Sereda has become the sport's youngest-ever European champion after winning 10m platform gold in Kiev. More https://t.co/tnbA25laHepic.twitter.com/mHnoxhhtPw — BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2019 „Ég var svolítið stressaður en ég er ánægður með að hafa unnið,“ sagði Oleksii Sereda við breska ríkisútvarpið eftir keppnina. Í öðru sæti var Frakkinn Benjamin Auffret. Hann er 24 ára eða ellefu árum eldri en Evrópumeistarinn. Þetta var líka annað Evrópumótið í röð sem Benjamin Auffret verður að sætta sig við silfrið. Oleksii Sereda fékk 488,85 stig fyrir sýna dýfingar eða fjórtán stigum meira en næsti maður. Þetta er búið að vera magnaður mánuður hjá stráknum en hann rétt missti af verðlaunapalli á heimsmeistaramótinu fyrir þremur vikum þegar hann varð að sætta sig við fjórða sætið.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingamenn verða að vera orðnir fjórtán ára gamlir til að geta keppt á Ólympíuleikunum og Oleksii Sereda verður því löglegur á ÓL í Tókýó á næsta ári. Hann verður fjórtán ára í desember næstkomandi.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úkraína Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley. Oleksii Sereda er nefnilega aðeins 13 ára gamall og sjö mánaða en hann vann Evrópumeistaratitilinn af tíu metra pallinum á Evrópumótinu sem fór fram á heimavelli hans eða Kiev. „Litli stóri Sereda,“ var meðal fyrirsögnin hjá Rai á Ítalíu. Hann bætti gamla met Tom Daley um þrjá mánuði. Tom Daley var þrettán ára og tíu mánaða þegar hann varð Evrópumeistari 2008.Ukraine's 13-year-old diving sensation Oleksii Sereda has become the sport's youngest-ever European champion after winning 10m platform gold in Kiev. More https://t.co/tnbA25laHepic.twitter.com/mHnoxhhtPw — BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2019 „Ég var svolítið stressaður en ég er ánægður með að hafa unnið,“ sagði Oleksii Sereda við breska ríkisútvarpið eftir keppnina. Í öðru sæti var Frakkinn Benjamin Auffret. Hann er 24 ára eða ellefu árum eldri en Evrópumeistarinn. Þetta var líka annað Evrópumótið í röð sem Benjamin Auffret verður að sætta sig við silfrið. Oleksii Sereda fékk 488,85 stig fyrir sýna dýfingar eða fjórtán stigum meira en næsti maður. Þetta er búið að vera magnaður mánuður hjá stráknum en hann rétt missti af verðlaunapalli á heimsmeistaramótinu fyrir þremur vikum þegar hann varð að sætta sig við fjórða sætið.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingamenn verða að vera orðnir fjórtán ára gamlir til að geta keppt á Ólympíuleikunum og Oleksii Sereda verður því löglegur á ÓL í Tókýó á næsta ári. Hann verður fjórtán ára í desember næstkomandi.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019
Dýfingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úkraína Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Áfall bætist við ógöngur Man. City „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Arnór frá Gumma til Arnórs Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“