Norski boltinn

Fréttamynd

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Fimm leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra en Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson byrjuðu leikinn fyrir Viking á móti Sandefjord. Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar topplið Lilleström lagði Rosenborg 3-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Langar að spila fyrir Manchester United

Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Örn og félagar fengu skell

Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga máttu þola stórt tap er liðið tók á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir unnu 4-0 sigur og Vålerenga er nú án sigurs í fimm deidlarleikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmbert og félagar halda toppsætinu | Alfons lék allan leikinn í tapi

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur af fjórum leikjum í norska fótboltanum í dag. Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lillestrøm eru enn á toppi deildarinnar efitr 2-2 jafntefli gegn Tromsø, en Alfons Sampsted og norsku meistararnir í Bodø/Glimt þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn Molde.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil sveifla á tveimur vikum hjá Brann og Avaldsnes

Brann kreisti fram 2-1 sigur með sigurmarki í uppbótartíma þegar liðið sótti Avaldsnes heim í 12. umferð norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag. Tvær vikur eru síðan Brann vann 10-0 stórsigur í deildarleik liðanna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmbert hafði betur gegn Brynjari og Viðari

Hólmbert Aron Friðjónsson og liðsfélagar hans í Lillestrøm höfðu betur gegn Brynjari Inga Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni, leikmönnum Vålerenga, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í Íslendingaslagnum í Noregi

Það var nóg af mínútum hjá íslenskum konum og körlum í norska fótboltanum í dag. Það voru skoruð mörk í öllum leikjum en jafntefli var niðurstaðan í uppgjöri Íslendingaliðanna Bodø/Glimt og Strømsgodset.

Fótbolti