Loka dyrunum fyrir umboðsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 15:01 Erling Haaland er stærsta fótboltastjarna Norðmanna í dag enda einn allra besti framherji heims. Getty/Sebastian Widmann Norska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af ásókn umboðsmanna í efnilegustu fótboltamenn þjóðarinnar og nú hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til aðgerða til að vega á móti þróun síðustu ára. Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland. Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Norðmenn eiga tvo af stærstu ungstirnum fótboltans síðasta áratuginn eða þá Martin Ødegaard hjá Arsenal og Erling Braut Haaland hjá Manchester City. Á sama tíma hafa Norðmenn einnig eignast mjög öflugar knattspyrnukonur eins og þær Ödu Hegerberg hjá Lyon og Caroline Graham Hansen hjá Barcelona. Uppkoma þessara frábæru leikmanna hefur ekki minnkað áhuga umboðsmanna á ungu landsliðsfólki Norðmanna en nú ætlar norska sambandið að grípa í taumana. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Flestir þessara umboðsmanna eru að koma erlendis frá og með þá von um að finna næstu stjörnu norska fótboltans. Hingað til hafa umboðsmenn fengið aðgengi að æfingabúðum fjórtán til sextán ára krakka en þangað eru boðuð þau efnilegustu í norska fótboltanum hverju sinni. Næstu æfingarbúðir eru á dagskránni í febrúar en þar mun norska sambandið loka dyrunum fyrir umboðsmönnum. „Við höfum rætt þetta í nokkur ár og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Håkon Gröttland, yfirmaður fótboltaskóla norska sambandsins. „Þessar æfingabúðir eru líka góður staður fyrir þjálfara krakkanna að hittast og bera saman bækur sínar. Það eru líka margir stoltir foreldrar sem vilja fylgjast með. Á sama tíma er nauðsynlegt að skapa ró og minnka ónæðið þegar við köllum saman okkar efnilegasta fólk,“ sagði Gröttland. „Það skiptir líka máli í þessu að umboðsmönnum frá erlendum félögum hefur fjölgað mikið,“ sagði Gröttland.
Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti