Sædís, sem er aðeins 19 ára gömul, kemur til norska stórliðsins frá Stjörnunni þar sem hún hefur spilað allan sinn feril í meistaraflokki, en Sædís er uppalin hjá Víkingi í Ólafsvík.
Hún hefur átt frábært ár því hún var fyrirliði U19-landsliðsins sem fór í lokakeppni EM í sumar og vann sér einnig inn sæti í A-landsliðinu þar sem hún lék sína fimm fyrstu leiki í haust og vetur.
Sædís sér til þess að áfram verður Íslendingur í herbúðum Vålerenga þrátt fyrir að Ingibjörg Sigurðardóttir hafi nú yfirgefið félagið, eftir að samningur hennar rann út. Samningur Sædísar við félagið er til næstu þriggja ára.

„Ég hef trú á því að ég muni geta hjálpað til við að gera liðið betra, og ég hlakka mikið til að þróast sem leikmaður með liðinu. Vålerenga er stórt félag með stór markmið, og vonandi náum við þeim saman,“ sagði Sædís á heimasíðu félagsins.