Hin 19 ára gamla Sædís Rún samdi við Vålerenga undir lok síðasta árs. Þrátt fyrir ungan aldur var búist við að hún myndi fá stórt hlutverk hjá félaginu og er það raunin. Sædís Rún byrjaði leikinn í vinstri vængbakverði og lagði upp markið sem gulltryggði sigur heimaliðsins.
Iris Omarsdottir kom gestunum í Stabæk yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Thea Bjelde jafnaði metin á 52. mínútu og Karina Sævik kom Vålerenga yfir aðeins þremur mínútum síðar.
Janni Thomsen gerði svo út um leikinn eftir sendingu frá Sædísi Rún þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Aðeins mínútu síðar var Sædís Rún svo tekin af velli.
SEIER I PREMIEREN
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) March 18, 2024
En strålende opphenting sørger for tre poeng i årets første kamp!
Tusen takk til alle 318 som tok turen til Intility Arena i kveld pic.twitter.com/2hPqlsjh2f
Lokatölur 3-1 Vålerenga í vil og Sædís Rún byrjar því atvinnumannaferilinn á sigri sem og stoðsendingu.