Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Brynjar hættur á Facebook

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýskipaður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, er hættur á Facebook, tímabundið hið minnsta. Hann segir nýja starfið þess eðlis að þar sé ekki gert ráð fyrir ábyrgðarlausu glensi á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hreinn ráðinn að­stoðar­maður Jóns

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni

Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í slag kvenna um ritaraembætti Sjálfstæðisflokks

Þau tíðindi urðu við stjórnarskiptin að staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins losnar eftir að Jón Gunnarsson tók við embætti innanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Innherja stefnir í æsispennandi slag milli öflugra kvenna innan flokksins um ritarann. Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.

Innherji
Fréttamynd

Þessum er treyst fyrir áherslumálum ríkisstjórnarinnar

Viðmælendur Innherja sem erum öllum hnútum kunnugir innan stjórnarflokkanna þriggja eru sammála um að í nýundirrituðum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fái allir flokkarnir þrír eitthvað fyrir sinn snúð.

Innherji
Fréttamynd

Ballið byrjaði með blæstri á Bessa­stöðum

Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“

Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og málaflokkar færast talsvert til

Sjálfstæðisflokkur kemur til með að halda áfram um stjórnartaumana í utanríkisráðuneytinu og mun einnig stýra orku-, umhverfis- og loftslagsmálum í einu og sama ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkur heldur fjármálaráðuneytinu og tekur fimm ráðuneyti í heildina, auk forseta þingsins. Þau eru auk þessara þriggja, dómsmálaráðuneytið sem mun heita innanríkisráðuneytið og nýtt nýsköpunar-, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

Innherji
Fréttamynd

Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag

Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Innherji
Fréttamynd

Hvað er barna­heill í Co­vid-far­aldri?

Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“

Innlent