Tillaga um beina kosningu borgarstjóra Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. júní 2023 07:31 Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun