Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn í tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 18:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira