Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 11:00 Bjarni Benediktsson segir ekkert óvænt í pípunum varðandi ráðherraskipti. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira