„Mæðradagurinn í gær verður sérlega eftirminnilegur, en mínar allra bestu konur (sem margar vantar á myndina) komu mér aldeilis að óvörum!,“ segir Hildur á Facebook.
„Ég var á leið í hefðbundinn sunnudagsmat hjá foreldrum mínum þegar á móti mér tók óvæntur kvennaskari - og gerði mér allverulega bilt við. Sú agnarsmáa lét það ekki á sig fá og situr enn sem fastast í móðurkviði.“

Greinilegt er að stemmningin var afar góð.
„Við tók stórkostlega skemmtilegt steypiboð með góðum vinkonum og fjölskyldu. Ég á ekki orð hvað ég er heppin með fólk.“
Meðal gesta voru þær Rakel Eva Sævarsdóttir, myndlistarkonan Rakel Tómasdóttir, Erna Niluka Njálsdóttir, Heiðrún Björk Gísladóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, tengdamóðir Hildar, Ólöf Skaftadóttir, mágkona Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður, Laufey Rún Ketilsdóttir og Eva Lind ljósmyndari.
Saman eiga Hildur og eiginmaður hennar Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, tvær stúlkur og er von á þeirri þriðju. Þá á Hildur son úr fyrra sambandi, sannarlega ofurmóðir.
Hildur og Jón eru búsett í Vesturbæ Reykjavíkur og gerðu fallegt einbýlishús á afar smekklega árið 2019. Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til þeirra hjóna í fyrra á þeirra glæsilega heimili.