Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Ólíðandi mis­beiting matvælaráðherra á valdi

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blasa við að málsmeðferð matvælaráðherra í hvalveiðimálinu sé engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Rökin sem ráðherrann færi fyrir langdreginni málsmeðferð standist enga skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Allt það helsta með einum smelli

Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Vill upp­lýsingar um bótasvik ör­yrkja

Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Kosninga­á­róður skrif­stofu Al­þingis?

Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Genginn úr meiri­hluta­sam­starfi vegna meints trúnaðarbrests

Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn í Suðurnesjabæ klofinn

Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­væg mál föst vegna „störukeppni“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk sjálfs­mörk í Laugar­dalnum – að­för að skóla­starfi

Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur með sínar sögufrægu þvottalaugar, glæsileg íþróttamannvirki, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gróðursæla útivistarparadís. Dalurinn tengir þau íbúðahverfi sem að honum liggja, á Teigunum, í Laugarnesinu, við Laugarásinn, í Klepps- og Langholti og að Heimahverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­full­trúi að­stoðar ráð­herra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frum­varpið ekki í gegn

Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Enn bætir Mið­flokkurinn við sig

Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri Ár­borgar sóttist eftir að halda á­fram

Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Afturbatapíka í skil­greiningu HKL

Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Fjóla felldi hreinan meiri­hluta

Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir bera á­byrgð á að halda launum kvenna niðri?

Undanfarið hef ég fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynja á Landspítalanum. Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt, en þær komust að því að karlkyns sérfræðilæknar sem voru ráðnir seinna en þær fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga mikið hrós skilið fyrir að taka þennan slag.

Skoðun
Fréttamynd

Um 800 börn bíða eftir leik­­skóla­­plássi í Reykja­­vík

Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur?

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokksins?

Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent