Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:53 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata. Samsett/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira