Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 21:58 Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. „Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðheppnum bardagahundum ríkisstjórnarinnar snúa algjörlega á hvolf málflutningi stjórnarandstöðunnar, og þar á meðal sjálfrar mín, í því snúna máli sem skekið hefur samfélagið síðustu 10 daga varðandi afsögn fyrrum barna- og menntamálaráðherra,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér fyrir viku eftir að upp kom að hún hefði átt barn með unglingspilti þegar hún sjálf var rúmlega tvítug. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum lengi haft gaman að Össuri Skarphéðinssyni. Við göntumst með að þegar hans fólk lendi í vanda megi setja af stað skeiðklukkuna og telja niður þar til hann mætir fram á ritvöllinn með blammeringar gagnvart þeim sem dirfast að spyrja erfiðra spurninga - og því meiri sem Össur metur vanda síns fólks því hærra reiðir hann til höggs,“ skrifar Hildur. Hildur segir Össur beita taktík til að þagga niður andstæðingum í erfiðum málum og sé skýr fylgni á milli þess hve stór og erfið málin séu og hversu mikið sé „æpt á þá sem benda á brestina og hversu annarlegar hvatir þeim eru gerðar upp.“ „Það er enda ekkert óskynsamleg taktík ef tilgangurinn helgar eingöngu meðalið. Við erum jú öll manneskjur og það getur verið erfitt að sitja undir opinberum svipuhöggum og jafnvel freistandi að láta bara kyrrt liggja til að forðast höggin.“ Kristrún ekki farið með rétt mál í pontu „Mér er þess vegna bæði skylt og rétt að verjast þessari aðför. Til að freista þess að halda til haga því sem er satt og rétt varðandi aðkomu okkar á málinu vil ég tæpa á nokkrum staðreyndum,“ skrifar Hildur. „Það er í fyrsta lagi lykilatriði að hafa í huga að það mál, um margt sorglega, sem varð til þess að ráðherra sagði af sér er aldeilis ótengt máli því sem varðar aðkomu forsætisráðherra í aðdraganda þess.“ Hún segir stjórnarandstöðuna ekki hafa haft neina aðkomu af afsögn Ásthildar Lóu. Áður hefur komið fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig borist ábending um málið. Össur ritaði þá pistil á Facebook þar sem hann kallaði eftir því að aðkoma Áslaugar ætti að vera rannsökuð. Hún svaraði með sínum eigin pistli þar sem hún sagðist ekki hafa haft nein samskipti við fjölmiðla um málið. „Hins vegar hefur stjórnarandstaðan eins og eðlilegt er beint sjónum sínum að aðkomu forsætisráðherra í málinu enda er í þeim anga málsins margt sem orkar tvímælis,“ skrifar Hildur. „Í fyrsta lagi er um að ræða hina pólitísku spurningu; af hverju forsætisráðherra kaus að gera ekkert í heila viku, eða þar til málið var komið til fjölmiðla, með þær upplýsingar sem var komið á framfæri til forsætisráðherra eins og málið leit út þá. Í öðru lagi eru spurningar sem vakna um stjórnsýslumeðferð málsins varðandi hvernig var haldið á trúnaði varðandi þær upplýsingar og gagnvart þeim aðila sem kom þeim á framfæri. Í þriðja lagi vakna spurningar varðandi sannleiksgildi orða forsætisráðherra um málsmeðferðina.“ Hún segir að ósamræmi hafi verið í orðræðu Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og sakar hana um að hafa farið með rangt mál „um ákveðinn þátt málsins“ í pontu Alþingis. Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Hildur leggur samt sem áður áherslu á að athugasemdir hennar snúi einvörðungu að ákvörðunum forsætisráðherra. Ekkert snúi að persónu Ásthildar Lóu. „Það er skiljanlegt að í huga margra sé erfitt að skilja þar á milli en þar er þó alveg skýr greinarmunur á og við í stjórnarandstöðunni höfum virt þann greinarmun eftir fremsta megni,“ skrifar hún. Össur muni ekki takast á ógna stjórnarandstöðunni Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Að sögn Hildar séu ríkisstjórnarflokkarnir að verja sig sjálfa og breyta umræðunni. „Össur veit fullvel að hér er trúverðugleiki forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar, að veði. En stjórnarliðum, Össuri og öðrum fylgihnöttum þeirra á samfélagsmiðlum mun ekki takast að ógna okkur til aðgerðarleysis í þessu máli frekar en öðrum,“ skrifar Hildur. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa lagt sig fram í að fjalla málefnalega um málið en samt sem áður megi alltaf gera betur „Það er skýrt hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki að benda á brotalamirnar sem verða á vegi hennar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðheppnum bardagahundum ríkisstjórnarinnar snúa algjörlega á hvolf málflutningi stjórnarandstöðunnar, og þar á meðal sjálfrar mín, í því snúna máli sem skekið hefur samfélagið síðustu 10 daga varðandi afsögn fyrrum barna- og menntamálaráðherra,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér fyrir viku eftir að upp kom að hún hefði átt barn með unglingspilti þegar hún sjálf var rúmlega tvítug. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum lengi haft gaman að Össuri Skarphéðinssyni. Við göntumst með að þegar hans fólk lendi í vanda megi setja af stað skeiðklukkuna og telja niður þar til hann mætir fram á ritvöllinn með blammeringar gagnvart þeim sem dirfast að spyrja erfiðra spurninga - og því meiri sem Össur metur vanda síns fólks því hærra reiðir hann til höggs,“ skrifar Hildur. Hildur segir Össur beita taktík til að þagga niður andstæðingum í erfiðum málum og sé skýr fylgni á milli þess hve stór og erfið málin séu og hversu mikið sé „æpt á þá sem benda á brestina og hversu annarlegar hvatir þeim eru gerðar upp.“ „Það er enda ekkert óskynsamleg taktík ef tilgangurinn helgar eingöngu meðalið. Við erum jú öll manneskjur og það getur verið erfitt að sitja undir opinberum svipuhöggum og jafnvel freistandi að láta bara kyrrt liggja til að forðast höggin.“ Kristrún ekki farið með rétt mál í pontu „Mér er þess vegna bæði skylt og rétt að verjast þessari aðför. Til að freista þess að halda til haga því sem er satt og rétt varðandi aðkomu okkar á málinu vil ég tæpa á nokkrum staðreyndum,“ skrifar Hildur. „Það er í fyrsta lagi lykilatriði að hafa í huga að það mál, um margt sorglega, sem varð til þess að ráðherra sagði af sér er aldeilis ótengt máli því sem varðar aðkomu forsætisráðherra í aðdraganda þess.“ Hún segir stjórnarandstöðuna ekki hafa haft neina aðkomu af afsögn Ásthildar Lóu. Áður hefur komið fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig borist ábending um málið. Össur ritaði þá pistil á Facebook þar sem hann kallaði eftir því að aðkoma Áslaugar ætti að vera rannsökuð. Hún svaraði með sínum eigin pistli þar sem hún sagðist ekki hafa haft nein samskipti við fjölmiðla um málið. „Hins vegar hefur stjórnarandstaðan eins og eðlilegt er beint sjónum sínum að aðkomu forsætisráðherra í málinu enda er í þeim anga málsins margt sem orkar tvímælis,“ skrifar Hildur. „Í fyrsta lagi er um að ræða hina pólitísku spurningu; af hverju forsætisráðherra kaus að gera ekkert í heila viku, eða þar til málið var komið til fjölmiðla, með þær upplýsingar sem var komið á framfæri til forsætisráðherra eins og málið leit út þá. Í öðru lagi eru spurningar sem vakna um stjórnsýslumeðferð málsins varðandi hvernig var haldið á trúnaði varðandi þær upplýsingar og gagnvart þeim aðila sem kom þeim á framfæri. Í þriðja lagi vakna spurningar varðandi sannleiksgildi orða forsætisráðherra um málsmeðferðina.“ Hún segir að ósamræmi hafi verið í orðræðu Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og sakar hana um að hafa farið með rangt mál „um ákveðinn þátt málsins“ í pontu Alþingis. Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Hildur leggur samt sem áður áherslu á að athugasemdir hennar snúi einvörðungu að ákvörðunum forsætisráðherra. Ekkert snúi að persónu Ásthildar Lóu. „Það er skiljanlegt að í huga margra sé erfitt að skilja þar á milli en þar er þó alveg skýr greinarmunur á og við í stjórnarandstöðunni höfum virt þann greinarmun eftir fremsta megni,“ skrifar hún. Össur muni ekki takast á ógna stjórnarandstöðunni Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Að sögn Hildar séu ríkisstjórnarflokkarnir að verja sig sjálfa og breyta umræðunni. „Össur veit fullvel að hér er trúverðugleiki forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar, að veði. En stjórnarliðum, Össuri og öðrum fylgihnöttum þeirra á samfélagsmiðlum mun ekki takast að ógna okkur til aðgerðarleysis í þessu máli frekar en öðrum,“ skrifar Hildur. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa lagt sig fram í að fjalla málefnalega um málið en samt sem áður megi alltaf gera betur „Það er skýrt hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki að benda á brotalamirnar sem verða á vegi hennar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent