Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 19:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulag fjármálaætlunar ekki í samræmi við vinnulag sem hann tók þátt í að koma á fót sem þáverandi varaformaður fjárlaganefndar. Vísir/Einar Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Forseti Alþingis féllst á þetta og sitja þingflokksformenn allra flokka nú fund sem forseti boðaði til að ræða hvort og hvernig verði komið til móts við athugasemdirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framlagða fjármálaáætlun sem er til umræðu í þinginu ekki vera í samræmi við vinnulag sem ríkt hafi um slíka áætlanagerð. Kallar stjórnarandstaðan eftir frekari upplýsingum í fjármálaáætlunina svo þeim verði gert kleift að ræða betur innihald hennar. Vön því að hafa ítarlegri tölur „Í grunninn er þetta þannig að þegar lög um opinber fjármál eru samþykkt árið 2015 þá er kjarninn í því að hafa betri áætlanagerð, meira upplýsingar og gangsæi um opinber fjármál til að vanda áætlanagerð og framkvæmd fjárlaga,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. Þetta hafi verið gert að erlendri fyrirmynd og meðal annars leitað ráðgjafar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Frá þessum tíma hafi til að mynda verið að finna nákvæmar upplýsingar í fjármálaáætlun með hverjum málaflokki um það hvert peningarnir eigi að fara og gefin út mælanleg markmið. Guðlaugur segir þetta sárlega vanta í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fela í sér afturför. Sátu hjá í umræðu um utanríkismál „Það er voða erfitt að tala um málaflokkinn nema þú sért með upplýsingar um það hvert peningarnir eiga að fara, hverju þeir eiga að skila og svo framvegis. Bara sem dæmi þá er talað um ná hagræðingu upp á 110 milljarða og það er ekkert um það, ekki neitt,“ segir Guðlaugur. „Við höfum verið að gera athugasemdir við það stjórnarandstaðan að menn hafi breytt út frá þessu vinnulagi sem kom í kjölfar þessara laga og segjum hvernig eigum við að ræða þessa hluti ef við erum ekki með upplýsingarnar fyrir framan okkur?“ „Við fórum fram á fundarhlé og tókum ekki þátt í umræðunni um utanríkismálin því það var ekkert sem við töldum okkur geta talað um. Núna er þessi fundur í gangi og áhugavert að sjá hverju hann skilar,“ bætir Guðlaugur við að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ekki náðist í þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3. apríl 2025 14:41
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 31. mars 2025 09:39