Innlent

Stjórnar­and­staðan gekk út þegar Inga tók til máls

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Umræðum um fjármálaáætlunina var frestað síðasta fimmtudag. 
Umræðum um fjármálaáætlunina var frestað síðasta fimmtudag.  Vísir/Vilhelm

Þingmenn stjórnarandstöðunar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. 

Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er í Alþingishúsinu og ræðir uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum.

Fyrri umræðu um fjármálaáætluninnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum.

Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. 

Fréttin verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×