Skagafjörður

Fréttamynd

Höfða mál til að afhenda Lilju kirkju

Hofssókn á Hofsósi hefur skorað á alla þá sem telja sig vera eigendur eða eiga rétt til Hofskirkju að gefa sig fram, sem hluti af dómsmáli sem miðar að því að afhenda athafnakonunni Lilju Pálmadóttur kirkjuna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum

Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði

Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er harm­leikur“

Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell.

Innlent