Mikilvægi íþrótta og hreyfingar Guðlaugur Skúlason skrifar 12. maí 2022 06:16 Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skagafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt. En betur má ef duga skal, aðstöðumál á Hofsósi hafa verið slæm um árabil. Grunnskólakrakkar hafa þurft að iðka sínar íþróttir í félagsheimilinu sem er algjörlega barn síns tíma. Það er erfitt að vekja upp áhuga og halda honum þegar aðstaðan er ekki til staðar, en farið er að sjá fyrir endann á því með byggingu nýs íþróttahúss við grunnskólann. Verður þá kominn flottur kjarni fyrir börn á Hofsósi og nágrenni þar sem hægt er að byrja daginn í skóla og enda í íþróttum til að fá smá útrás eftir daginn. Með nýju íþróttahúsi á Hofsósi er ekki ólíklegt að spretti upp „bumbubolta“ hópar út að austan. Það kæmi til með að auka hreyfingu hjá íbúum sem annars eru ekki að gera sér ferð upp á Krók eða fram í Varmahlíð til að komast í hreyfingu innanhúss. Í Varmahlíð hefur verið flott íþróttamiðstöð um árabil og er það hús að mestu fullnýtt allan ársins hring. Skólinn nýtir húsið fyrripart dags og þegar líður á daginn eru skipulagðar æfingar hjá íþróttafélagi. Íbúar framhéraðs og víðar nýta sér þessa aðstöðu til að iðka sína hreyfingu þess á milli. Það verður að halda áfram að viðhalda íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Það er komin tími á að skoða klór- og hreinsikerfi laugarinnar og gólfið í íþróttahúsinu er komið að viðhaldi. Á Sauðárkróki er íþróttahúsið sprungið og ef við ætlum ekki að dragast aftur í þjálfun yngri flokka í öllum greinum verðum við að gera eitthvað í málinu. Barn í Sveitarfélaginu Skagafirði getur æft einu sinni til þrisvar sinnum í viku. Á sama tíma geta börn í öðrum sveitarfélögum æft fjórum sinnum án þess að stundaskránni sé stöðugt breytt. Haldist þetta óbreytt verðum við fljót að dragast aftur úr. Það þarf að byrja á hönnun og skipulagi fyrir stækkun íþróttahúss á Sauðárkróki sem fyrst. Hvort sem stækkað yrði til suðurs eða byggt nýtt fjölnota íþróttahús norðan við núverandi hús, þá höfum við ekki tíma til að bíða. Við viljum vera með íþróttafólk í fremstu röð og frekar bæta í. Þegar íþróttahúsið á Hofsósi er klárt þá eru þéttbýliskjarnarnir þrír komnir með viðeigandi aðstöðu fyrir börn og fullorðna. Það er forsenda þess að við getum skilað af okkur sterku íþróttafólki upp í meistaraflokka. Við viljum vera með landsliðsfólk í öllum greinum sem eru frábærir fulltrúar okkar Skagfirðinga utan og innan héraðs. Það er eitt að mínum áhersluatriðum að íþróttaaðstaða verði með langbesta móti í Skagafirði og að okkar iðkendur nái að stunda sínar íþróttir eða hreyfingu við bestu aðstæður hverju sinni. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði og er formaður aðalstjórnar Tindastóls.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun