Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 23:23 Áburðarverksmiðja var starfrækt í Gufunesi í hartnær hálfa öld. Stöð 2/Skjáskot. Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30