Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 10:30 Hlífar Óli Dagsson hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni alveg eins og allt Tindastólsliðið. S2 Sport Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum. Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum